Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 42

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 42
42 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 MANNRÉTTINDI / UNESCO-skólar friðar, jarðarinnar og vísinda. Skól- arnir eiga jafnframt að standa árlega fyrir einum viðburði sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Þetta geta verið þemadagar eða viðburðir sem tengjast gildum Sameinuðu þjóðanna eða heimsmarkmiðunum. Á hverju ári skila síðan skólarnir yfirliti yfir þau verkefni sem skólinn hefur sinnt innan vettvangs skólanetsins. Félag Sameinuðu þjóðanna aðstoðar skóla í umsóknarferlinu og veitir ráðgjöf við innleiðingu verkefnisins.“ Mikilvæg fræðsla Kristrún, sem er sjálf kennari, er með M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræði frá Háskóla Íslands. Lokaritgerðin hennar fjallaði um mannréttinda- kennslu í grunnskólum. Hún er einnig með B.A. gráðu í blaðamennsku og stjórnmálafræði frá Metropolitan State University of Denver. „Ég hef starfað sem grunnskólakennari frá árinu 2010 og hef lengi haft áhuga á mannréttindum. Ég hef ávallt lagt mikla áherslu á mannréttindi í minni kennslu og hef kennt sérstaka áfanga um mannréttindi, lýðræði, jafnrétti og gagnrýna hugsun.“ Kristrún segir mikilvægt að nemendur fræðist um mannréttindi og að þeir séu meðvitaðir um gildi þeirra. Að þeir þekki og skilji lýðræði, jafnrétti, samkennd, sam- vinnu og gagnrýna hugsun. „Skólinn sem menntastofnun gegnir veigamiklu hlutverki í uppeldi, námi og þroska barna. Mannréttindi eru ekki sjálfsögð og því verður að standa vörð um þau og varðveita það sem áunnist hefur. Margir skólar eru að gera góða hluti í að notast við fjölbreyttar kennslu- aðferðir og efla þar með félagsfærni nemenda. Í kjölfarið hafa nemendur tekið meiri þátt í kennslustundum sem er auðvitað jákvætt og gott. Það er mikilvægt að vekja nemendur til umhugsunar og kalla eftir umræðum í skólastofunni.“ Heimsins stærsta kennslustund Kristrún segir ábyrgðarhlutverk núverandi kynslóðar gagnvart komandi kynslóðum vera mikið og þar komi hlutverk skólans sterkt inn í. „Mik- ilvægt er að heyra hvað nemendur hafa fram að færa og hvaða skoðanir þeir hafa á málum. Grundvallarþættir Barnasáttmálans eru jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Þar er einnig kveðið skýrt á um rétt barna til að tjá skoðanir sínar og taka þátt í ákvarðanatöku er varðar hagsmuni þeirra. Í verkefnum tengdum heimsmarkmiðunum er m.a. lögð áhersla á að fá börnin að borðinu í ákvarðanatöku. Þau eru spurð álits.“ Heimsins stærsta kennslustund (World Largest Lesson) er árlegt átak sem snýr að kennslu á heims - markmiðunum og er styrkt af UNESCO og UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna). Að sögn Kristrúnar er markmiðið að efla vitund nemenda og hvetja þá til aðgerða er kemur að sjálf- bærri þróun og heimsmarkmiðunum. „Í ár verður lögð áhersla á loftslagsmál og hvernig ungt fólk getur lagt sitt af mörkum til að styðja við aðgerðir í loftslagsmálum. Unga fólkið hefur verið duglegt við að vekja athygli á þessum málaflokki sem er gott mál. Umhverfis- vernd skipar æ meiri sess í lífi fólks og það vekur von.“ Að sögn Kristrúnar þarf að hlusta meira á raddir barna. „Börn hafa svo margt til málanna að leggja. Það er alltof oft sem verið er að taka ákvarð- anir um börn án þess að þau séu spurð. Það er gaman að sjá hvernig börn sjá heiminn fyrir sér, þau sjá hlutina oft með öðrum augum en fullorðnir, jafnvel nýja og athyglisverða fleti. Framtíðin er þeirra og þá er ekki nema eðlilegt að þau séu spurð álits.“ Kristrún segir starf kennara vera mjög annasamt og að mörgu að hyggja. „Eitt af því sem kennarar hafa ekki mik- ið af er tími. Þess vegna er mikilvægt að þeir hafi aðgang að skólaneti eins og því sem UNESCO skólanetið býður upp á. Auk þess hafa kennarar UNESCO- skóla aðgang að sérstakri FB-síðu þar sem þeir skiptast á skoðunum og deila m.a. námsefni og góðum kennsluhugmynd- um. Slíkt tengslanet er mikilvægt og lærdómsríkt.“ Kristrún hvetur skóla endilega til að hafa samband hafi þeir áhuga á að gerast UNESCO- skólar. Netfang Kristrúnar er kristrun@un.is. Efst Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla. Til hægri Eliza Reid forseta- frú er verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Hún hefur tekið þátt í vinnu að bættum heimi með nemendum. Til vinstri Verkefni um heimsmarkmiðin sem nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.