Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 45

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 45
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 45 Tónlistardeild LHÍ / FJARNÁM T ónlist-ardeild Lista-háskóla Íslands býður nú upp á fjarnámskeið fyrir starfandi tónlistarskóla- kennara á vettvangi Opna Listaháskólans. Fyrsta námskeiðið, Almenn kennslufræði tónlistar, var kennt í fyrsta skipti á vorönn 2020 og nú í haust er boðið upp á fjarnámskeið í Sálfræði. Ný námskeið 2021 Fyrirhugað er að bjóða tvö til þrjú ný námskeið til viðbótar á vorönn 2021 auk þess sem kennslufræðin verður kennd aftur. „Hugmyndin að baki námsframboðinu er að starfandi tónlistarkennarar geti tekið einingabært nám á sviði kennslufræða til að styrkja réttindastöðu sína á starfsvettvangi eða sem áhugaverðan valkost til starfsþróunar. Sömuleiðis er Listaháskólinn að þróa möguleika á raunfærnimati og er stefnt að því að tónlistardeild bjóði upp á slíkt mat fyrir kennara og stjórnendur tónlistar- skólanna 2021,“ segir Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands. Hvatinn að þróun fjarnámsins var rann- sóknarvinna sem lagt var í fyrir tilstilli mennta- og menningarmálaráðuneytis- ins, en verkefnið var unnið 2018-2019. Mikilvægt innlegg í umræðu og vinnu „Strax í upphafi lögðum við áherslu á að ná til starfs- fólks tónlistarskólanna vítt og breitt um landið til að fá sem raunhæfasta og skýrasta mynd af viðhorfum og þörfum. Fljótlega varð ljóst að verkefnið væri mikilvægt innlegg í umræðu og vinnu við stefnumótun á sviði kennaramenntunar, þróunar nýrra námsleiða, uppbyggingu fjarnáms og þróunar raunfærnimats. Við settum kennaramenntun og mikilvægi hennar í brennidepil,“ segir Elín Anna. „Niðurstöðurnar leiddu ótvírætt í ljós mikla þörf á námsframboði í fjarkennslu og að hægt væri að stunda námið samhliða vinnu,“ segir Elín Anna og bætir við að þegar spurt hafi verið um inntak námskeiða hafi fög eins og kennslufræði og sálfræði oftast verið nefnd, auk hagnýtra faga eins og útsetningar og námskeiða í tengslum við tækni og skapandi vinnu. Í ljósi ótvíræðra niður- staðna um mikilvægi aukins námsframboðs í fjarnámi var ákveðið að hefjast handa sem fyrst við þróun þess og fyrsta námskeiðinu hrundið af stað í janúar 2020. Elín Anna útskýrir að námskeiðin séu annað hvort kennd alfarið í fjarnámi eða sem fjarnámskeið með staðlotum. Reiknað er með að á vorönn 2021 verði tilbúinn námskeiðskjarni sem hægt verði að byggja við smátt og smátt. Strax mikil viðbrögð Námið er eins og er ætlað starfandi tónlistarskóla- kennurum með reynslu af vettvangi. „Eins og komið hefur fram var fyrsta námskeiðið kennt á síðustu vorönn. Við renndum nokkuð blint í sjóinn og námskeiðið var kynnt með stuttum fyrirvara en það urðu þó strax mikil viðbrögð og margar fyrirspurnir sem bárust. Nemendur sem sóttu námskeiðið voru þrettán talsins, flestir með langa og mikla reynslu af kennsluvettvangi. Þetta var frábær hópur og það skapaðist strax mjög góður andi,“ segir Elín Anna. „Við lögðum upp með að vinnuálag væri viðráðanlegt með kennslu og að verkefnin tengdust starfsvettvangi á einhvern hátt og er það útgangs- punkturinn við öll nám- skeiðin. Vonir okkar standa til þess að námsframboð af þessum toga haldi áfram að þróast jafnt og þétt við Listaháskólann,“ segir Elín Anna að lokum. Aðalfög  X Almenn kennslufræði tónlistar, 10 ECTS (kennt í annað skipti vor 2021, janúar-apríl)  X Sálfræði, 10 ECTS (kennt á haustönn 2020) Bundið val  X Námskeið í þróun: Umfjöllunarefnið er skóli margbreytileikans, fjölmenning á Íslandi og menntun fyrir alla, 5 ECTS (kennt vor 2021, jan-febrúar)  X Námskeið í þróun: Umfjöllunarefnið er tónlistarskólinn sem faglegt námssamfélag, 5 ECTS (kennt vor 2021, mars-apríl) Valfög  X Útsetningar í skóla- starfi, 5 ECTS (kennt vor 2021) Námskeið vorannar verða auglýst síðar á þessari önn. Útskrift LHÍ í Hörpu í júní 2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.