Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 46

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 46
46 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 RADDIR / Samræmt námsmat S tofan er ein sú virtasta á landinu og hjá henni starfa um 100 hönnuðir. Viðskiptavinir stof-unnar eru af öllum þjóðfélagsgerðum og -stigum og biðja um alls konar hönnun, allt frá hnífa- pörum og skóreimum til klósettseta og hringstiga. Beiðnum viðskiptavina er deilt til starfsmanna eftir sérhæfingu og áhuga hvers og eins. Aldrei hefur komið upp sú fyrirspurn sem ekki hefur verið hægt að leysa enda býr stofan yfir einstaklega jákvæðu, lausnamiðuðu og fjölhæfu starfsfólki. Aldrei hefur viðskiptavinur gengið óánægður út af stofunni því hönnun telst ekki klár fyrr en báðir aðilar eru sáttir við hana. Yfirmaður minn leggur mikla áherslu á sjálfstæða og skapandi hugsun og hvetur mig til að hugsa út fyrir kassann og leita leiða sem ekki endilega eru augljósar eða fyrirfram ákveðnar. Á daglegum örfundi starfsmanna á kaffistofunni tekur hann ávallt fram að það sé kostur að hafa kjark og þor til breytinga og umbóta. Ég fæ allt það frelsi sem mér hugnast og eru allir vegir færir í listsköpun minni, hugmyndavinnu og útfærslu svo lengi sem viðskiptavinurinn er sáttur. Að sjálfsögðu eru til þeir viðskiptavinir sem hafa fastmótaðar, óhagganlegar og fyrirframákveðnar hugmyndir eða koma með gamlan hlut og vilja nánast eftirmynd af honum. Það eru verkefnin sem ég er fljót að vinna og ég geri af illri nauðsyn, ég kýs frekar að skapa sjálf, ögra sjálfri mér og viðskiptavininum. Ég legg mig alla fram um að tengjast viðkomandi og ræði mikið við hann og um hann. Í nær öllum tilfellum er við- skiptavinurinn jákvæður gagnvart oft glæfralegri hönnun minni enda finnur hann tengingu milli hönnunarinnar og eigin sjálfs. Nýjar hugmyndir og sveigjanleiki Við sem vinnum á stofunni erum ekki öll eins, sem er aldeilis frábært. Viðskiptavinir hafa misjafnar þarfir og því er hægt að beina þeim nákvæmlega þangað sem fyrirsjánlegt er að þeir verði ánægðastir með útkomuna. Einn samstarfsfélagi minn hefur sérhæft Aðsend grein Ímyndum okkur að ég starfi á hönnunarstofu sig í hönnun timburhúsgagna, annar hannar aðallega hluti úr málmi og sá þriðji vill helst eingöngu notast við form náttúrunnar til sinnar sköpunar. Ég hef lagt mig fram um alhliða hönnun, ég legg meiri áherslu á viðskipta- vininn en sérstakan efnivið eða stíl. Erfiðu viðskiptavinirnir eru oft sendir til mín, nema hvað mér finnst þeir ekki erfiðir. Mér finnst þeir auðga hugmyndaflæði mitt. Ég fæ stanslaust nýjar hugmyndir og finnst nauðsynlegt í mínu starfi að geta verið sveigjanleg og ekki föst í fyrirfram ákveðnum hugmyndum. Stólar í hinum ýmsu stærðum og gerðum eru um fimmtungur umbeðinna hönnunarverkefna stofunnar, sem er hæsta hlutfall hönnunarbeiðna fyrir ákveðinn hlut, enda eru stólar notaðir hvarvetna í þjóðfélaginu. Sex hönnuðir innan stofunnar hafa sérhæft sig í og sjá eingöngu um stólahönnun, en mun fleiri hafa tekið að sér einstök stólaverkefni og jafnvel unnið til hönnunarverðlauna fyrir hönnun sína. Ég hef hins vegar aldrei haft sérlegan áhuga á stólahönnun og hef því helst Hjördís Albertsdóttir varaformaður Félags grunn- skólakennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.