Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 47

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 47
Samræmt námsmat / RADDIR vísað þeim verkefnum frá mér enda nóg annað fyrir mig að gera. Stjórn stofunnar hefur skipað hönnunarráð. Hlutverk hönnunarráðs er að meta hvernig starfsfólkið heldur sér við í starfi og hvort úrbóta sé þörf innan stof- unnar. Þar sem stólahönnun er stór partur af hönnunar- beiðnum til stofunnar þarf hver einasti starfsmaður í mars ár hvert að skila inn hönnun að stól til hönnun- arráðs. Einu skilyrðin eru þau að stóllinn þarf að vera með baki og leðuráklæði, önnur hönnun er frjáls. Með hnút í maganum Þetta hefur haft þau áhrif að í mínu daglega lífi er ég alltaf með augun opin fyrir stólum og hönnun þeirra, þrátt fyrir að hafa lítinn sem engan áhuga á þeim (mér þykja líka baklausir stólar fallegastir og vil helst sitja á kollum). Það hefur komið fyrir að ég sé svo upptekin af því að horfa á hinar ýmsu gerðir stóla þar sem ég fer að ég missi af öðrum meira spennandi og skemmtilegri hlutum í kringum mig. Ég eyði líka, að því er mér finnst, of miklum tíma af árinu í að undirbúa hönnunina sem ég á að skila inn í mars. Strax er líða tekur á haustið er ég ósjálfrátt farin að láta hugmyndir að stólahönnun trufla aðra hönnunarvinnu og einhvern veginn er krafa hönnunarráðs alltaf bak við eyrað. Megnið af febrúar fer svo í að fínpússa hönnunina og annað situr á hakanum. Þetta fer oft í taugarnar á viðskiptavinum þar sem hönnunin þeirra gengur ekki jafn hratt fyrir sig og þeir myndu kjósa. Ég er alltaf með hnút í magan- um þegar ég stend fyrir framan hönnunarráð með stólahönnunina mína og upplifi mig sem ómögulegan hönnuð. Í október hannaði ég þó bæði vínstand sem komst í hönnunarkafla Vogue og handklæðaofn sem vann til verðlauna á alþjóðlegri hönnunarhátíð. Að auki hef ég verið tilnefnd til hönnunarverðlauna Kjarksins þrisvar sinnum, en hönnunarráð fékk aldrei að vita af þessum viðurkenningum á störfum mínum. Þrátt fyrir þetta hefur þetta haft þau áhrif að yfirmaður minn hvetur mig til að undirbúa mig vel fyrir fundinn með hönnunarráði og ég skuli nýta allan tíma sem ég mögulega hafi aflögu til að æfa mig í stólahönnun. Hann gerir sér samt grein fyrir því að ég hef lítinn sem engan áhuga á því og það tekur tíma frá minni eigin hönnun og raunverulegum viðskiptavinum. Ímyndum okkur nú að hönnunar- stofan sé skóli. Ímyndum okkur líka að starfsfólkið sé nemendur. Ímyndum okkur enn frekar að viðskiptavinirnir séu það sem tekur við nemendum að skóla loknum. Ímyndum okkur að yfirmaðurinn sé blanda af kennurum og Aðalnámskrá. Ímyndum okkur að stjórnin sé menntayfirvöld. Ímyndum okkur að stólahönnun sé íslenska og stærðfræði. Ímyndum okkur að hönnunarráð sé samræmdu prófin. Að lokum skulum við ímynda okkur að hönnunarráð segi mér að stólahönnunin mín sé alls ekki nógu góð og ég þurfi heldur betur að taka mig saman í andlitinu ætli ég að halda vinnunni við stofuna. Þarf að segja meira? Höfundur var í starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis sem skilaði skýrslu sem ber heitið Framtíðarstefna um samræmt náms- mat – tillögur starfshóps um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Skýrsl- una má finna á vef stjórnarráðsins. Erfiðu viðskipta- vinirnir eru oft sendir til mín, nema hvað mér finnst þeir ekki erfiðir. Mér finnst þeir auðga hug- myndaflæði mitt. Vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur á menntun, þjálfun og æskulýðsstarf hefur nú verið opnað fyrir umsóknir um Erasmus+ samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að bregðast við áhrifum faraldursins. Samstarfsverkefnin skulu styðja við eftirfarandi viðfangsefni: Rafrænar aðferðir við kennslu (Partnership for Digital Education) á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, háskólastigi og starfsmenntun. Nýjar og skapandi aðferðir (Partnership for Creativity) í æskulýðsstarfi, fullorðinsfræðslu og leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Nýtt - Erasmus aðild Menntastofnanir sem hafa áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi geta sótt um Erasmus aðild fyrir sinn skóla/stofnun/ fyrirtæki eða til þess að leiða samstarfsnet (consortium). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum (2014-2020) til að geta sótt um. Stofnanir sem fá Erasmus aðild staðfesta munu hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna í nýrri áætlun 2021-2027. Sjá nánar á www.erasmusplus.is Víkkar sjóndeildarhringinn Athugið umsóknarfresti um Erasmus+ samstarfsverkefni og Erasmus aðild 2021-27 þann 29. október 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.