Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 48
48 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 RADDIR / Samstarf eTwinning er Evrópuáætlun um rafrænt skólasamstarf á fyrstu þremur skólastigunum og er hluti Erasmus+, menntaáætlunar ESB. Í gegnum eTwinning er hægt að komast í sam- band við evrópska kennara, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum, sækja frí netnámskeið og sækja um styrki til að komast á evrópskar vinnustofur, svo nokkuð sé nefnt. Í mars síðastliðnum bættust við níu íslenskir skólar í eTwinning fjölskylduna. eTwinning skólar á Íslandi eru því orðnir 11 talsins. Þeir eru Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Hamraskóli, Heilsuleik- skólinn Skógarás, Leikskólinn Furugrund, Leikskólinn Holt, Norð- lingaskóli, Selásskóli, Setbergsskóli, Hrafnagilsskóli og Verzlunarskóli Íslands. eTwinning skólar eru fyrirmyndir og leiðtogar innan eTwinning samfé- lagsins. Nafnbótin ber fyrst og fremst merki um öflugt alþjóðasamstarf en kennarar í þessum skólum eiga það sameiginlegt að taka virkan þátt í eTwinning. Skólar sækja um að gerast eTwinning skólar og þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að komast í gegnum umsóknarferlið. Titillinn er veittur til tveggja ára en eftir þann tíma geta skólar sótt um að nýju. Grunnskóli Bolungarvíkur hefur verið eTwinning skóli samfellt síðan árið 2016. Þær Elín Þóra Stefánsdóttir og Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri, sögðu okkur frá sinni reynslu af því að vera eTwinning skóli, hvernig þeirra ferli hefur verið og hvaða áhrif það hefur haft á skólastarfið þeirra. Skólinn hefur lagt sitt af mörkum í Evrópusamstarfi og hefur tekið þátt í Erasmus+ og eTwinning í um 15 ár. Þau ákváðu að sækja um að gerast eTwinning skóli því þátttakan hefur verið góð meðal kennara og þau fengið viðurkenningar fyrir vel unnin verkefni. „Það sem skipti miklu máli hjá okkur í ferlinu að gerast eTwinning skóli var að hafa góðan upplýsingatækni- kennara sem heldur vel utan öll slík mál,“ segja þær. „Auk þess byggir þetta oft á samvinnu milli kennara. Tungu- málið getur til dæmis verið hindrun því sumir treysta sér ekki til að skrifa umsókn eða skýrslu á ensku. Þá kemur samvinnan inn og við hjálpumst öll að.“ Spurðar um áhrif þess að vera eTwinning skóli á þeirra skólastarf nefna þær fyrst og fremst að þau hafi verið góð, enda sé hægt að líta á eTwinning sem ákveðna endurmenntun fyrir starfsfólkið. Það hefur gert það að verkum að þátttaka kennara hefur smátt Aðsend grein eTwinning eykur víðsýni nemenda og ýtir undir samvinnu kennara og smátt aukist. „Við erum stolt af því að vera eTwinning skóli,“ segja þær glaðar, „við hengjum viðurkenn- ingarskjölin til dæmis upp frami á gangi þar sem allir geta séð. Fólki finnst þetta vera jákvætt. Þetta gefur einnig kost á því að maður getur tekið þátt í fleiri evrópskum ráðstefnum og vinnustofum,“ bætir Elín við. „Til dæmis ráðstefnum sem eru bara ætlaðar eTwinning skólum.“ „Síðan er auðvitað það sem er mikilvægast í þessu,“ bætir Elín við, „og það er að þátttaka í eTwinning gerir börnin víðsýnni. Eldri nemendurnir hafa til dæmis verið að tala við nemend- ur á Spáni í rauntíma og sjá að það eru börn úti í heim að gera sömu hluti og þau. Með tækninni er þetta orðið svo þægilegt.“ Nánari upplýsingar um eTwinning má finna á www.etwinning.is og á evrópsku vefsíðunni www.etwinning. net. Einnig er hægt að hægt að leita til eTwinning sendiherra víða um land, starfandi kennara með mikla reynslu af eTwinning. Sólveig Sigurðardóttir verkefnisstjóri eTwinning hjá Rannís. Í mars síðastliðn- um bættust við níu íslenskir skólar í eTwinning fjöl- skylduna. eTwinning skólar á Íslandi eru því orðnir 11 talsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.