Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 52

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 52
52 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 KENNARINN / Mælistikan Skólavarðan mælir með Fáryrði, grikkur og mikilvægi þess að dansa Það má gera sér ýmislegt til dundurs þegar vinnudegi í skólanum lýkur. Við höfum tekið saman ofurlítinn lista af áhugaverðu efni sem getur hugsanlega nýst í starfi en er líka alveg tilvalið til að stytta sér stundir og gleðjast yfir. Ken Robinson TED og YouTube Börn eiga að fá að dansa á hverjum degi. Það er jafnmikilvægt og að þau læri stærðfræði. Ken Robinson er skólafólki afar kunnugur en þessi virti og vinsæli fræðimaður lést fyrir skömmu, sjötugur að aldri. Hægt er að mæla með fyrirlestrum Robinson á TED, einkum „Do schools kill creativity?“ en sá fyrirlestur er sá allra vinsælasti í sögu TED. Horft hefur verið á hann 66 milljón sinnum og auk þess hafa 20 milljónir horft á sama fyrirlestur á YouTube. Social Dilemma Heimildarmynd á Netflix Hreint út sagt sláandi heimilda- mynd um hvernig samfélags- miðlarnir tengja okkur ekki bara saman held- ur stjórna lífi okkar og hafa áhrif á stjórnmál og fleira í heiminum. Í myndinni koma fram margir háttsettir starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækjanna og er frásögn þeirra oft og tíðum hrollvekjandi. Mynd sem vert er að gefa gaum. Skoðum heiminn Leikur og landafræði Ferðalög eru víst ekki málið þetta árið, eins og allir vita. Hins vegar getur útþrá gert vart við sig og löngun til að skoða heiminn. Þá getur verið snjallt að fara í landafræði-gisk- leik á vefnum Geoguessr.com. Þátttakandinn lendir einhvers staðar úti í heimi og þarf að fikra sig áfram, jafnvel „ferðast“ marga kílómetra, reyna að átta sig á landslagi og lesa á skilti til að sjá hvar hann er staddur. Það getur líka verið gaman að spila leikinn í hóp þar sem allir vinna saman. Flimtan og fáryrði Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda Þeir Gunnlaugur Bjarnason íslensku- fræðingur og Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum fræðum, halda úti hlaðvarp- inu þar sem gerð er tilraun til að miðla íslenskum miðaldabókmenntum og nýlegum rannsóknum á þeim til áheyrenda í léttum dúr þannig að þeim finnist þeir ekki staddir í skólastofu heldur í léttu spjalli í kaffiboði. Markmiðið er að kveikja áhuga á fornum bókmenntum. Heiti hlaðvarpsins er sótt til Þórhildar skáldkonu sem var rekin úr brúðkaupi fyrir flimtan og fáryrði og þeir félagar reyna að taka hana sér til fyrirmynd- ar. Þættirnir eru aðgengilegir á Spotify og Buzzsprout. Glæpur við fæðingu Ævisaga, Angústúra Bókin Glæpur við fæðingu er eftir Trevor Noah sem margir þekkja sem uppistandara og þáttastjórnanda The Daily Show. Noah segir frá uppvexti sínum í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Titill bókarinnar vísar til þess að Noah er sonur hvíts Svisslendings og svartrar Xhosa-konu og tilvist hans er sönnun þess að foreldrar hans frömdu glæp. Noah skrifar sögu sína með gamansömum stíl þótt lesandinn skynji alvöruna sem býr undir. Mögnuð ævisaga og afskaplega vel þýdd af Helgu Soffíu Einarsdóttur. Grikkur Benedikt bókaútgáfa 2020  Grikkur er önn- ur bók Domen- ico Starnone, eins fremsta skáldsagnahöf- undar Ítala. Á vef útgáfunnar kemur fram að bókin fjallar um myndlistarmann á áttræðisaldri sem deilir íbúð í fáeina sólarhringa með fjögurra ára dóttursyni sínum á meðan einkadóttir hans og tengda- sonur fara í ráðstefnuferð. Samspil hans við dóttursoninn, dótturina og tengdasoninn er fullt af grátbroslegum uppákomum. Fortíðardraugar fara á kreik og tilvistar- kreppa aldraðs listamanns snýst upp í eins konar einvígi við dóttursoninn, sem reynist honum ofjarl á flestum sviðum og gerir honum óvæntan grikk. Grikkur er fljótlesin skáldsaga og virkilega góð skemmtun sem skilur mikið eftir sig. Parísarsögur Sjónvarpsþættir á RÚV Skemmtileg frönsk þáttaröð með nokkuð dökkum húmor þar sem fylgst er með lífi fimm kvenna sem segja hver sína söguna í ástarborginni París. Leiðir þeirra liggja saman á mismunandi tímum og oft með skoplegum hætti. Þættirnir eru að klárast en eru aðgengilegir á Sarpinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.