Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 4

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 4
4 DAGFARI Lilja Dögg Alfreðsdóttir var utanríkis- ráðherra þegar viðauki við varnar- samninginn var undirritaður 2016. Síðla árs 2006 var herstöð Bandaríkja- manna á Miðnesheiði lokað. Bandaríski fáninn var dreginn niður fyrir þann íslenska og gamla herstöðvarsvæðið falið stjórnvöldum til yfirráða og nota að eigin vild. Friðarsinnar fögnuðu vitaskuld þessum tíðindum en bentu á að þótt lokun herstöðvarinnar teldist mikið framfara- skref væri ofmælt að segja að herinn væri farinn. Herverndarsamningurinn milli Íslands og Bandaríkjanna er enn í gildi og veitir Bandaríkjaher ýmis tækifæri til endurkomu eða afmarkaðra umsvifa. Raunar voru ákveðnir hlutar hernaðar- starfseminnar sem aldrei fóru. Ratsjárstöðvar á Miðnesheiði, Bolafjalli, Stokksnesi og Gunnólfsvíkurfjalli voru áfram starfræktar og þjóna ratsjáreftirlitskerfi Nató. Fjarskiptastöð bandaríska flotans við Grindavík var sömuleiðis rekin áfram en hún sinnir lágtíðnifjarskiptum við skip og kafbáta á hafi úti allt suður til Azoreyja. Loks var skilgreint öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli til hernaðarlegra nota. Umsjón með rekstri þessara svæða var í fyrstu falin Varnarmálastofnun sem komið var á laggirnar árið 2008 en lögð niður af vinstristjórninni sem tók við skömmu síðar og verkefni hennar flest falin Landhelgisgæslunni. Á þeim skamma tíma sem Varnarmála- stofnun starfaði óx hún hratt enda tilgangurinn að sýna öðrum Nató- ríkjum að víst næðu Íslendingar máli á hernaðarsviðinu þótt enginn væri herinn. Stofnuninni var meðal annars falin umsjón með skipulagningu heræfinga hér á landi, sem halda skyldi reglulega þrátt fyrir lokun herstöðvarinnar. Það sama gilti um svokallaða loftrýmisgæslu, sem er tilgerðarlegt heiti á reglubundnum flugæfingum orrustuflugsveita annarra Nató- ríkja sem koma hingað fjórum sinnum á ári og eru við æfingar í nokkrar vikur í senn. Þessar flugsveitir hafa hafst við á fyrrnefndu öryggissvæði. Áhugi á endurkomu Í utanríkisráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, 2013-16, var þrálátur orðrómur um áhuga Bandaríkjamanna á auknum umsvifum og aðstöðu á Íslandi. Tengdist það einkum vaxandi spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands, sem birtist meðal annars í auknum ferðum kjarnorkukafbáta í Norðurhöfum og þar með eftirlitsflugi þar sem reynt er að njósna um kafbátaferðir. Þá er ljóst að helstu herveldi horfa mjög til norðurslóða vegna loftslagsbreytinga og hefur talsverð hernaðaruppbygging átt sér stað á svæðinu og enn meiri er fyrirhuguð. Ítrekuðum fyrirspurnum til utanríkisráðherra um þessa ásælni Bandaríkjahers var einatt svarað á þann loðna hátt að engar formlegar óskir hefðu borist eða viðræður farið fram. Lykilatriðið í þeim svörum var vitaskuld orðið „formlegar“. Sumarið 2016, daginn eftir að búið var að senda Alþingi í sumarfrí, var snögglega kynnt að íslensk og bandarísk stjórnvöld hefðu undirritað viðauka eða bókun við varnarsamninginn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir var þá tekin við lyklavöldum í utanríkisráðuneytinu og kynnti hún samkomulagið á þann hátt að í því fælust litlar breytingar – fyrst og fremst væri verið að formbinda hluti sem þegar væru í gangi. Veruleikinn var þó sá að með samningnum frá 2016 var gengið afar langt í þá átt að veita Bandaríkjamönnum sjálfdæmi um þau umsvif sem þeir kynnu að vilja hér á landi. Í samkomulaginu er sérstaklega vikið að kafbátaleitarflugi og skuldbinda Íslendingar sig til að veita svokallaðan „gistiríkjastuðning“ til þess, með öðrum orðum: að tryggja að fyrir hendi sé sú aðstaða sem nauðsynleg er talin til slíks eftirlits eða í það minnsta að standa ekki í veginum fyrir þess háttar framkvæmdum. Síðustu misserin hafa reglulega borist fregnir af framkvæmdum eða framkvæmdaáformum á vegum Bandaríkjahers á Miðnesheiði og víðar. Rétt er því að taka saman lista um hverjar þessar framkvæmdir séu. • Ýmsar endurbætur og viðhaldsvinna hefur átt sér stað á öllum ratsjárstöðvunum fjórum, sem fjármagnaðar hafa verið af mannvirkjasjóði Nató. Einkum er um að ræða uppfærslu á tæknibúnaði. • Gistiskálar fyrir erlendan liðsafla, á bilinu 50 til 100 manns, verða reistir 2020-21. Nú um stundir eru hermenn og aðrir þeir sem hingað eru sendir, m.a. vegna loftrýmisgæslu, vistaðir á hótelum og gistiheimilum í Reykjanesbæ. • Endurbætur á þotu- og flugskýlum hófust á árinu 2020 og munu standa fram á árið 2022. Stærsti verkþátturinn er endurnýjun á hurð eins skýlisins til þess að ný gerð kafbátaleitavéla, P-8, komist inn um dyr þess. Þessar framkvæmdir eru að langmestu leyti kostaðar af bandaríska sjóhernum. Steypt og malbikað í kyrrþey fyrir Bandaríkjaher Hvað er á seyði á vellinum?

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.