Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 11

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 11
11 DESEMBER 2020 Flugvél á Keflavíkurflugvelli sprautuð með afísingarefni þurfa að kljást við ýmsa óæskilega fylgifiska hennar. Bretar höfðu því orðið að takast á við ýmis vandamál tengd t.d. neysluvatni og ekki síður loftmengun. Alræmd var Lundúnarþokan sótsvarta sem drap fólk í stórum stíl á ári hverju. Bresk stjórnvöld voru að vakna til meðvitundar og settu ýmis lög, meðal annars til að banna eldsneyti sem olli mikilli reykmengun en í staðinn ruddi Norðursjávargasið sér til rúms. Það var mjög fróðlegt að fylgjast með þessu álengdar sem námsmaður. Á meginlandinu voru sömu sjónarmið að hasla sér völl. Í Þýskalandi gerðu menn sér sífellt betur grein fyrir hættunni af súra regninu sem hlaust af brúnkolabrennslu í álfunni. Stokkhólmsráðstefnan var svo haldin árið 1972 og markaði tímamót í umhverfismálum. Þar voru menn innblásnir af bandarískum rannsóknum, svo sem frægri bók Rachel Carson, Raddir vorsins þagna, sem fjallaði einkum um óhóflega notkun eiturefna í náttúrunni. Þessi vitundavakning í Evrópu skilaði sér til Íslands á þann hátt að menn í stjórnkerfinu uppgötvuðu að til væri eitthvað sem héti umhverfismál sem líklega væri rétt að kynna sér frekar! Ég lauk mínu verkfræðinámi vorið 1972 og stefndi þegar á framhaldsnám. Matvælaverkfræði var fyrsti kostur, en heima á Íslandi höfðu menn frétt af mér eftir einhverjum leiðum og um sumarið er ég kallaður á fund. Magnús Kjartansson var þá heilbrigðis- ráðherra í vinstri stjórninni og var einlægur áhugamaður um að styrkja umhverfismálin. Ég var því hvattur til að skrá mig í glænýja námsbraut í umhverfisverkfræði við Manchesterháskóla en taka að því loknu við nýrri stöðu hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins. Því veitti þá forstöðu Baldur Johnson læknir, sem var mjög áfram um ráðninguna og vildi raunar ólmur fá mig til að byrja að sinna ýmsum verkefnum í jólafríinu sama ár, þótt ég væri rétt byrjaður í náminu.“ Blm: „Hvernig var svo að snúa heim til Íslands áttunda áratugarins með nýjar og framandi hugmyndir í umhverfismálum?“ „Það má eiginlega segja að ég hafi komið inn í málaflokkinn eins og hvítur stormsveipur þarna á árinu 1973. Verkefnin voru óþrjótandi og ég var á fleygiferð um landið. Þar var víða pottur brotinn en athugasemdir ekki alltaf vel séðar. Segja má að tenging mín við mengunarmálin suður með sjó hafi átt upptök sín á þessum fyrstu mánuðum mínum hjá Heilbrigðiseftir- litinu. Úlfar Þormóðsson, góður kunningi minn, var alinn upp í Keflavík og hafði tengsl við fjölda manna á svæðinu. Hann hafði fregnir af óvarlegri notkun með eiturefni á herstöðvarsvæðinu og kom mér í samband við staðkunnuga heimamenn. Ég hélt á svæðið með kort til að skrá mögulega mengunarpolla. Það varð mikið uppnám þegar við komum og fórum að merkja inn á kortið og fljótlega komu herlögreglumenn aðvífandi og bjuggust til þess að handtaka mig og ferðafélagana. Um það leyti sem átti að stinga mér inn í lögreglubíl heyri ég kröftuga rödd þruma: „Hvað! Er þetta ekki hann Einar Valur?“ Þarna var þá kominn slökkviliðsstjórinn á svæðinu, Stefán Eiríksson, sem alltaf gekk undir gælunafninu „Patton“. Stefán sem var frændi minn, leysti mig þegar úr prísundinni og fór svo með mig um svæðið. Þannig fékk ég miklu ítarlegri og betri leiðsögn um völl- inn en ella. Svona getur frændskapur komið sér vel“ - bætir Einar Valur við og hlær. „Út frá þessum athugunum útbjó ég kort þar sem búið var að merkja inn möguleg mengunarsvæði. Mér var bent á að Jón

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.