Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 13

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 13
13 DESEMBER 2020 Blm: „En síðar beinist athygli þín aftur að mengunarmálunum á vellinum?“ „Já, ég fór að kenna í Menntaskólanum við Hamrahlíð og greip í ýmis önnur verkefni, en gætti þess alltaf að fylgjast með í mínu fagi. Maður hafði allar klær úti til að afla upplýsinga, sem var nú ekki alltaf auðvelt áður en internetið kom almennilega til sögunnar. Ein af þeim leiðum sem ég nýtti mér var að sækja bókasöfnin, s.s. bókasafn læknadeildar í Háskólanum, en þangað komu geisladiskar sem höfðu að geyma heilu fagtímaritin. Það voru nú ekki margir sem nýttu sér þessa þjónustu, læknadeildarsafnið var nánast einkabókasafn mitt um tíma ef svo mætti segja!“ Mengandi herstöðvar um víða veröld Það voru þó ekki torfengin læknatímarit sem komu Einari Val á sporið varðandi vatnsbólin á Miðnesheiði, heldur tónlistarritið Rolling Stone. Unnendur hljómsveitarinnar Dr. Hook & the Medicine Show vita hversu dýrmætt það er að komast á forsíðu þess ágæta tímarits, en þar má þó finna fleira en myndir af vinsældasæknum tónlistarmönnum. „Ég rakst á stórmerkilega grein í The Rolling Stone sem fangaði athygli mína. Hún fjallaði um mengun vegna bandarískra herstöðva víðs vegar um heiminn og var mikil opinberun. Forsíðumynd blaðsins kallaðist á við þessa úttekt og við notuðum hana aftur á forsíðu Dagfara árið 1992 þegar fjallað var um mengunina. Um þessar mundir var mikil umræða í Bandaríkjunum um mengunarmál. Eins afleitur forseti og Richard Nixon var, á hann heiður skilinn fyrir að stofnsetja EPA (Environmental Projection Agency) sem var lykilstofnun í að setja viðmið og staðla í eftirliti með mengun og notkun skaðlegra efna. Í fyrstu beindust rannsóknirnar að mengunarmálum heimafyrir en síðar var farið að huga að áhrifum bandarískra umsvifa í öðrum löndum. Um alls konar mengun var að ræða, en fyrst og fremst voru þetta leysiefni og afísingarefni sem notuð voru til að halda flugbrautum auðum og íslausum. Slík efni eru notuð í tengslum við almennt farþegaflug, en í margfalt meiri mæli á herflugvöllum þar sem gerð er krafa um að flugbrautir séu ætíð marauðar og til reiðu allan ársins hring.“ Einar Valur fór að viða að sér frekari upp- lýsingum og ræddi málið við félaga sína í Samtökum herstöðvaandstæðinga. „Þá rifjaði Árni Hjartarson upp að Orkustofnun hafði um miðjan níunda áratuginn verið látin rannsaka vatnsból hersins á vellinum eftir að grunur kom upp um mengun. Þarna var verið að leita að nákvæmlega sömu efnum og verið höfðu til vandræða í tengslum við herflugvelli annars staðar. Niðurstaða þeirra rannsókna varð sú að talsvert fannst af lífrænum leysi- efnum og var vatnsbólunum lokað í skynd- ingu. Um ári síðar var svo farið að rannsaka ástandið í vatnsbólum Keflvíkinga og Njarð- víkinga. Niðurstaðan varð á sömu leið og var í skyndingu ráðist í gerð nýrrar vatnsveitu.“ Blm: „Væntanlega hefur mönnum brugðið við þessar fréttir af drykkjarvatnsmengun á sínum tíma. Ollu þær ekki uppnámi?“ „Það var ótrúlega lítið gert úr þessum fregnum og stjórnvöld vildu láta eins og málið væri bara úr sögunni um leið og nýja vatnsveitan var tekin í gagnið. Enginn vildi svara því hvernig hreinsa ætti upp gömlu mengunina eða leggja mat á hvaða tjóni hún hefði ollið. Utanríkisráðuneytið undirritaði á árinu 1989 fráleitt samkomulag við Banda- ríkjaher vegna grunnvatnsmengunarinnar sem fól það í sér að Bandaríkjamenn væru lausir allra mála með því að greiða fyrir nýju vatnsveituna fyrir Suðurnesjamenn. Íslenska ríkið afsalaði sér þannig öllum endurkröfu- rétti vegna mengunarinnar. Ég notaði tengsl mín í pólitíkinni og fékk þær Sigríði Jóhannesdóttur og Auði Sveinsdóttur, sem báðar voru varaþingmenn Alþýðubanda- lagsins, til að spyrja út í þessa samninga. Þar lýsti Jón Baldvin, sem þá var utanríkisráð- herra, sig himinsælan með samningana við Umhverfisverndarsinnar gáfu út minnisstætt kort um umhverfisáhrif virkjanna árið 2005.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.