Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 14

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 14
14 DAGFARI Bandaríkjamenn. Látið var að því liggja að óvíst væri hvort mengunin kæmi frá herflug- vellinum eða jafnvel úr gömlum ruslahaugum Suðurnesjamanna sjálfra. Undirlægjuháttur stjórnvalda Jón Baldvin var hæstánægður með samning- inn og flokksbróðir hans Karl Steinar Guðna- son, sem var þingmaður kjördæmisins, notaði tækifærið sem Suðurnesjamaður til að lýsa sérstöku þakklæti fyrir lyktir málsins. Sveita- stjórnarmenn suður frá virtust himinlifandi með niðurstöðuna, ekki hvað síst vegna þess að þegar búið var að borga fyrir vatnsveituna reyndist vera afgangur til að setja upp vatns- rennibraut við sundlaugina í Njarðvík. Það voru þá múturnar! Öfgasinnaðir jafnaðar- menn, grínframboðið sem bauð fram í þing- kosningunum 1991, gerðu stólpagrín af þessu. Eitt helsta kosningaloforðið þeirra var að láta smíða vatnsrennibraut yfir Faxaflóann upp á Akranes.“ Í Dagfara frá 1992 voru þessar umræður á Alþingi ágætlega raktar. Þar var einnig að finna ítarlega grein eftir Árna Hjartarson um grunnvatnsmengun á Miðnesheiði ásamt skýringarkortum og greinargóðri umfjöllun um helstu mengunarstaði á herstöðvar- svæðinu, þau skaðlegu efni sem þar væri að finna og upprifjun á nokkrum kunnum mengunarslysum. Tekið var viðtal við Davíð Scheving Thorsteinsson, sem var um þær mundir umfangsmikill vatnsútflytjandi þar sem rætt var um framtíðarmöguleika íslensks vatns á mörkuðum. Þá voru í blaðinu tvær greinar eftir Einar Val um mengunarmálin sem mynduðu framhald hvor af annarri. Þar voru rakin dæmi um mengunarslys í grennd við bandarískar her- stöðvar í öðrum löndum, fyrri afskipti höfundar af menguninni á Suðurnesjum rakin og vikið að langri og strangri baráttu landeigenda Eiðis á Langanesi sem reyndu að fá ábyrgð Bandaríkjahers á mengun vegna ratsjárstöðvar á Heiðarfjalli viðurkennda. Hörðust urðu viðbrögðin þó vegna ábendinga í greinunum um möglegt samhengi milli mengunar og tíðni fæðingargalla. „Kunningi sem gegnt hafði læknisstörfum í Keflavík um skeið vakti athygli mína á hárri tíðni fæðingargalla hjá fyrirburum á svæðinu. Um var að ræða svokallað Potter ś Syndrome, sem lýsir sér í að nýrun vantar í börnin, en innkirtlaáhrif eru einmitt meðal þekktra afleiðinga af eiturefnum þeim sem notuð voru svo ótæplilega á vellinum. Vitaskuld gat ég ekkert fullyrt að um bein tengsl væri að ræða, enda afar erfitt að sýna fram á slíkt með tölfræðilegri marktækni. Hins vegar taldi ég nauðsynlegt að ráðist yrði í faraldursfræðilega athugun sem hefði getað varpað ljósi á málið, bæði varðandi þennan fæðingargalla og ýmsa aðra sjúkdóma. Fljótlega eftir útkomu blaðsins fékk sjón- varpsmaðurinn Eiríkur Jónsson mig í viðtal í þætti sínum á Stöð 2, þar sem ég kom meðal annars inn á þetta atriði. Það varð allt vitlaust í kjölfarið. Eiður Guðnason, sem þarna var umhverfisráðherra, heimtaði að mæta sem gestur strax í næsta þátt hjá Eiríki. Þar svaraði hann engu af því sem fram hafði komið efnislega, en lýsti því yfir að ég væri andlega vanheill. Svona voru nú vinnubrögðin á þeim bænum.“ Blm: „Voru viðbrögðin öll með þessum hætti? Hvernig gekk að fá málefnalegar umræður um efni blaðsins?“ Herflugvélar á Keflavíkurflugvelli.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.