Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 15

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 15
15 DESEMBER 2020 „Eins eldfimt og þetta efni var, tókst her- stöðvarvinum ótrúlega vel að þagga það niður. Morgunblaðið þagði vitaskuld þunnu hljóði og á þessum árum hafði blaðið ótrúlega mikið þöggunarvald – ef Mogginn sniðgekk þig, varstu ekki til! Það sem mér fannst þó kannski dapurlegra en þögn fjölmiðlanna var að stjórnkerfið skyldi ekki sýna þessu nokkurn áhuga. Við vorum beinlínis að benda á að út um allt í veröldinni væru ríkisstjórnir að gera kröfu til Bandaríkjamanna að þeir hreinsuðu til í kringum sínar hersstöðvar og þegar slíkar kröfur voru sóttar af þunga þá brugðust Bandaríkjamenn við og vörðu gríðarlegum fjárhæðum í hreinsun. En auðvitað gerðu þeir ekki nokkurn skapaðan hlut nema eftir því væri gengið. Það var nánast eins og íslenskum stjórnmála- og embættismönnum væri frekar umhugað um hag bandarískra skattgreiðenda en sinna eigin borgara.“ Í Dagfara sem út kom árið 1997 rifjaði Einar Valur upp umfjöllunina frá því fimm árum fyrr, auk þess að tengja hana við nýlegar uppljóstranir um framferði Bandaríkjahers á Grænlandi þar sem gríðarlegum mengunar- slysum var haldið leyndum með vitorði stjórnvalda í Kaupmannahöfn. Sú umfjöllun vakti þó ekki sömu athygli og í fyrra skiptið enda útgáfan umfangsminni og herstöðin á Miðnesheiði ekki jafn fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni. Einar Valur bendir á að litlar sem engar mælingar hafi átt sér stað á gamla herstöðvar- svæðinu frá því á níunda áratugnum. „Þrátt fyrir það hafa menn ekki hikað við að færa byggðina nær mengunarsvæðunum og sjálf flugstöðvarbyggingin er ofan á einum mengunarpollinum. Þegar herstöðinni var lokað árið 2006 var svo eitthvað rætt um að hagnaður íslenska ríkisins af yfirgefnum mannvirkjum ætti að renna upp í Keflavíkurflugvöllur árið 1982. hreinsunarstarf, en þau loforð gleymdust auðvitað fljótlega og verðmæti húsanna miklu minna en menn létu sig dreyma um.“ Viðtal, Stefán Pálsson.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.