Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 17

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 17
17 DESEMBER 2020 Rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir svarar spurningunni „Hvaða bók sem fjallar um stríð eða frið mælirðu með?“ Myndasagan Persepolis eftir Marjane Satrapi er bók sem mér finnst að allir ættu að lesa. Aðalkarakterinn er svo fyndin og klár en gerir samt fullt af vitleysu á meðan hún er bara að vera ung manneskja með sömu tilfinningar og þrár og við öll erum með. Það er líka svo dýrmætt að lesa bækur frá stöðum eins og Íran frá fólki sem er þaðan sjálft. Íran í nýju ljósi Fáránleiki valdabrölts Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari og tónlistarkona svarar spurningunni: „Hver er eftirlætismyndasagan þín um stríð og frið?“ Eftirlætismyndasagan mín sem fjallar um stríð og frið er Persepolis eftir Marjane Satrapi. Hún fjallar um unga íranska stúlku frá Tehran sem er send til Evrópu út af ófriðnum í Íran. Barnæska aðalsögupersón- unnar er lituð af stríði og sagan varpar ljósi á fáránleika valdabrölts og ofbeldis. Frábær bók, átakanleg og fyndin.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.