Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 18

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 18
18 DAGFARI Árið 1981 lýsti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yfir stofnun alþjóðlegs friðar- dags, sem minnast skyldi á ári hverju. Frá 2001 hefur friðardagurinn verið haldinn þann 21. september, víða með mikilli viðhöfn þótt annars staðar sé dagurinn ekki eins þekktur. Ítalir nýttu 21. september 2020 vel, því þann dag var tilkynnt um sameiningu tveggja stærstu friðarhreyfinga landsins í ein stór samtök. Um var að ræða tvenn regnhlífar- samtök, Friðarbandalagið, sem stofnað var árið 2014 og Friðar- og afvopnunarhreyfing- una, sem starfað hefur frá 2004. Bæði sam- tökin hafa að geyma fjölda minni friðar- hreyfinga og –hópa. Nýju friðar- og afvopnunarsamtökin nefnast á frummálinu „Rete Italiana Pace e Disarmo“. Áður hafa leiðir þessara hreyfinga legið saman í mörgum málum. Þau hafa staðið að umfangsmiklum mótmælum gegn stríðinu í Jemen, barist gegn hinum umdeildu F-35 orrustuþotum, hvatt til friðsamlegrar og sanngjarnrar lausnar á deilum Ísraels og Palestíumanna, andæft smíði drápsvélmenna og tekið sameiginlega þátt í starfi ICAN- samtakanna, svo eitthvað sé nefnt. Stofnyfirlýsing hinna nýju samtaka skil- greinir helstu viðfangsefnin og þær ógnir sem steðji að friði í heiminum um þessar mundir: • Vígbúnaðarkapphlaupið hefur aldrei verið jafn ákaft með fjáraustri til þróunar og kaupa á hergögnum sem beinir fjármagni frá samfélagslega mikilvægum verkefnum og baráttu gegn fátækt. • Markvisst hefur verið grafið undan alþjóðalögum á liðnum árum og stórar alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið eru í djúpri kreppu. • Uppgangur öfgahreyfinga, þjóðernis- ofstækis og kynþáttahaturs er vaxandi ógn við frið og mannréttindi hvarvetna. • Hnattræn efnahagskreppa, sem fer dýpkandi vegna heimsfaraldursins er vatn á myllu átaka – einnig innan Evrópu. • Ósjálfbærni hins hagvaxtardrifna efna- hagskerfis er að eyðileggja jörðina og stuðlar að aukinni misskiptingu. • Lokun landamæra og skeytingarleysi um hlutskipti flóttafólks og hælisleitenda færist í vöxt og grefur undan alþjóðlegri samstöðu. Ítalskir friðarsinnar taka höndum saman Bandarísk herflugvél truflar Miðjarðarhafssæluna. Fáni ítalskra friðarsinna.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.