Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 31

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 31
31 DESEMBER 2020 Hírósíma eftir árásina. nokkurra manna sem komið hafi að ákvörð- unartökunni sem miðaðist að því að uppræta „ranghugmyndir“1) Meðal þeirra sem mest höfðu sig í frammi í þessari umræðu var Henry Stimson fyrrum hermálaráðherra Bandaríkjanna sem skrifaði í febrúar 1947 grein í tímaritið Harper ś Magazine sem bar titilinn „The Decision to Use the Atomic Bomb.“ Grein Stimsons, sem og endurminningar hans sem samdar voru af honum sjálfum og McGeorge Bundy (sem var í raun meðhöfundur greinarinnar í Harper ś Magazine), urðu snemma upphafspunktur rannsókna þeirra sagnfræðinga sem reyndu að rekja aðdraganda ávörðunarinnar um að beita kjarnorkusprengjunum í ágúst 1945. Sú mynd sem hermálaráðherrann fyrrverandi og samverkamenn hans reyndu að draga upp var á þessa leið: Bandarísk yfirvöld ákváðu að vandlega íhuguðu máli að notkun kjarn- orkuvopnanna væri illskárri valkosturinn. Að mati Stimsons var ljóst að með ákvörðuninni um að nota sprengjurnar væri verið „að kalla dauða yfir meira en hundraðþúsund Japana“ Á hinn bóginn, taldi Stimson, hefðu árásirnar hlíft Bandaríkjunum, bandamönnum þeirra og heiminum öllum við innrás á meginland Japans. „Ég var upplýstur“, skrifaði Stimson, um að slík innrás kynni „að kosta líf eða limi meira en milljón manna og væru þar banda- rískir hermenn einir taldir. Að auki mætti búast við miklu mannfalli bandalagsríkja og ef innrásin hefði gengið að óskum hefði í ljósi reynslunnar mátt reikna með miklu fleiri föllnum í liði óvinarins.“ Þegar allt kom til alls hafi eyðilegging Hírósíma og Nagasakí „orðið til að binda enda á stríðið við Japan.“ Söguskýringu Stimsons hefur verið andmælt af sagnfræðingum af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi er ekki að sjá af heimildum að Bandaríkjastjórn hafi eytt mikilli orku í að ræða hvort kjarnorkuvopnum skyldi beitt yfir- höfuð. Umræðan snerist fyrst og fremst um það hvernig, hvenær og hvar þau skyldu notuð. Í öðru lagi virðist samanburður Stimsons byggjast á villandi áætlunum sem fegra hans málstað. Samkvæmt skjölum sem gerð hafa verið opinber áætlaði Bandaríkjaher í júní 1945 að allsherjarinnrás í Japan gæti þýtt allt að 220 þúsund særða eða fallna – sem er talsvert minna en orð Stimsons um„meira en milljón“ fórnarlömb. Þá gerðu áætlanir hersins ráð fyrir að af þessum 220 þúsund myndu um 46 þúsund láta lífið.2) Fjöldi þeirra sem fórust í Hírósíma og Nagasakí reyndist líklega að minnsta kosti tvöfalt fleiri en þessi „rúmlega hundraðþúsund“ sem Stimson áætlaði árið 1947. Í þriðja lagi stenst sú hugmynd enga skoðun að Bandaríkjastjórn hafi staðið frammi fyrir einungis tveimur kostum í ágúst 1945 – allsherjarinnrás eða kjarnorkuárásum á fjölmenn svæði í Japan. Aðrar mögulegar leiðir hefðu getað falið í sér samningavið- ræður, að sýna eyðileggingarmátt kjarn- orkusprengjunnar með því að varpa henni á óbyggt svæði3), áframhaldandi loftárásir með hefðbundnum sprengjum, meiri efnahags- þvinganir og að bíða eftir að Sovétríkin lýstu stríði á hendur japanska keisaradæminu. Í fjórða lagi er það engan veginn fullljóst að kjarnorkusprengjurnar hafi ráðið úrslitum um uppgjöf Japana. Herstjórn Japana hafði um allnokkurt skeið verið klofin í tvær fylkingar: „friðarhópinn“ sem taldi að Japanir ættu að leita leiða til að binda enda á stríðið eins skjótt og auðið væri og „stríðshópinn“ sem áleit rétt að halda áfram að berjast þar sem vonir væru til þess að Sovétmenn hefðu milligöngu um hagstæða friðarsamninga við Bandaríkin og Bretland. Að mati hins virta sagnfræðings Tsuyoshi Hasegawa, sem kannað hefur gögn úr japanska stjórnkerfinu voru það brot Sovétmanna á griðasamningi ríkjanna og árás þeirra á Japan þann níunda ágúst 1945 sem varð kornið sem fyllti mælinn og varð til þess að keisarinn ákvað þegar daginn eftir að gefast upp (sú ákvörðun tók formlega gildi nokkrum dögum síðar eftir umræður á vettvangi þingsins). Niðurstaða Hasegawa er sú að án innrásar Sovétmanna hefðu kjarnorkuárásirnar að öllum líkindum ekki nægt til að þvinga Japani til uppgjafar, svo lengi sem þeir gátu enn haldið í vonina um samninga fyrir tilstilli Moskvuvaldsins.4) Sagnfræðingurinn John Dower kemst að þeirri niðurstöðu að þátttaka Sovétmanna í 1) Barton J. Bernstein: „Seizing the Contested Terrain of Early Nuclear History: Stimson, Conant, and Their Allies Explain the Decision to Use the Atomic Bomb“, Diplomatic History, 1993:1. 2) Barton J. Bernstein: „Reconsidering Truman’s claim of ‘half a million American lives’ saved by the atomic bomb: The construction and deconstruction of a myth“, Journal of Strategic Studies, 1999:1. 3) https://thebulletin.org/2016/08/why-the-united-states-did-not-demonstrate-the-bombs-power-ahead-of-hiroshima/ 4) Tsuyoshi Hasegawa: Racing the Enemy: Stalin, Truman, and the Surrender of Japan, Harvard University Press, 2009.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.