Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 32

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 32
32 DAGFARI stríðinu hafi haft meiri áhrif á uppgjöf Japana en kjarnorkuárásirnar. Þegar Sovétríkin skárust í leikinn virðist Japönum hafa hugnast betur að gefa sig á vald Washington- stjórnarinnar en að leyfa ráðamönnum í Moskvu að leggja undir sig landið. Á sama tíma, frá sjónarhorni japönsku stjórnarinnar, gáfu kjarnorkuárásirnar færi á að draga upp þá mynd að fullnaðarósigur japanska hersins skýrðist ekki af eigin vanhæfni heldur væri hann afleiðing af nýju og byltingarkenndu vopni óvinarins.5) Dower orðar það svo að eftir kjarnorkusprengingarnar hafi Japanskeisari getað snúið niðurlægjandi ósigrinum upp í „stórfenglega ákvörðun sem bjargaði mannkyninu undan skelfilegri ógn“. Raunin er sú að samkvæmt skýrslu banda- ríska flughersins, sem samin var skömmu eftir lok styrjaldarinnar, hefðu Japanir að öllum líkindum gefist upp þá um haustið þótt kjarnorkuárásirnar hefðu ekki komið til.6) Á sama hátt lýsti herráð Bandaríkjanna efasemdum um notkun kjarnorkuvopna bæði fyrir og eftir árásirnar.7) Að framansögðu virðast margar af helstu forsendum þeirrar söguskoðunar að árásirnar á Hírósíma og Nagasakí hafi verið óhjá- kvæmilegar til að enda styrjöldina, sem ella hefði dregist lengi áfram og kostað fjölda mannslífa, standa á afar veikum grunni. Sum atriðin má draga í efa, önnur hafa hreinlega verið afsönnuð eða eru enn þrætuepli fræði- manna. En skyldi almenningur hafa náð að halda í við umræðu sagnfræðinganna? Viðhorf Evrópubúa til kjarnorkuárásanna á Japan Aðspurð um hvort þau væru sammála eða ósammála staðhæfingunni: „kjarnorku- árásirnar á Japan urðu til að stytta heims- styrjöldina verulega“ sögðust 23% þátt- takenda í könnuninni í október 2019 vera „mjög sammála“. Um 29% völdu kostinn „nokkuð sammála“, 31% höfðu ekki skoðun á meðan 9% sögðust „nokkuð ósammála“ og 8% „mjög ósammála“. Með öðrum orðum hölluðust 52% aðspurðra að því að árásirnar hafi skipt miklu máli við að stytta stríðið en aðeins 17% voru á hinni skoðuninni. Þegar spurt var „hvort kjarnorkuárásirnar í síðari heimsstyrjöldinni hafi verið nauðsyn- legar til að knýja Japan til uppgjafar“ reyndust svörin í meira jafnvægi. Um 12% þeirra sem svöruðu sögðust „mjög sammála“, 19% „nokkuð sammála“, 33% skiluðu auðu, 15% „nokkuð ósammála“ og 21% „mjög ósammála“. Varðandi staðhæfinguna: „kjarnorkuárásirnar á Japan í síðari heimsstyrjöldinni þyrmdu lífi bandarískra hermanna“ sögðust 14% „mjög sammála, 255 „nokkuð sammála“, 38% svöruðu engu, 11% „nokkuð ósammála“ og 13% „mjög ósammála“. Að lokum, aðspurð um staðhæfinguna: „kjarnorkuárásirnar á Japan ollu dauða sak- lausra borgara“ voru 71% þátttakenda „mjög sammála“, 14% „nokkuð sammála“, 12% tóku ekki afstöðu og innan við 5% sögðust ýmist vera „nokkuð“ eða „mjög ósammála“. Niðurstöðurnar gefa til kynna að söguskoðun Stimson eigi enn býsna djúpar rætur í hugum Evrópubúa, þótt stuðningur við hana virðist heldur fara minnkandi. Í hverri spurningu reyndust eldri þátttakendur vera örlítið meira sammála viðhorfum Stimsons til kjarnorku- sprenginganna en þeir sem yngri eru. Loks er vert að geta þess að breskir svarendur skáru sig úr varðandi Evrópuþjóðirnar níu hvað varðar stuðning við söguskoðun Stimsons. Því miður útskýra niðurstöðurnar ekki þennan mismun en þrjár líklegar skýringar mega teljast sennilegar. Í fyrsta lagi deila Bandaríkin og Bretland sama tungumáli sem gerir það að verkum að sögutúlkanir eiga greiða leið þeirra á milli. Í öðru lagi voru Bretar beinir þátttakendur í smíði kjarnorku- sprengjunnar í gegnum Manhattan-áætlunina og þar með að hluta ábyrgir fyrir örlögum íbúa Hírósíma og Nagasakí.8) Þjóðerniskennd kann því að valda því að Bretum hugnist betur að trúa því að sprengjuárásirnar hafi stuðlað að stríðslokum og bjargað manns- lífum. Vísbending um þetta er sú staðreynd að þeir Bretar sem sögðust ósammála stað- hæfingunni „ég tel mig tilheyra Evrópusam- bandinu“ eru umtalsvert líklegri til að taka Harry S Truman Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásirnar án mikillar umhugsunar. 5) John W. Dower: Cultures of War: Pearl Harbor, Hiroshima, 9/11, Iraq. The New Press, 2010. 6) https://thebulletin.org/2020/08/what-europeans-believe-about- hiroshima-and-nagasaki-and-why-it-matters/ 7) Phillips Payson O’Brien: „The Joint Chiefs of Staff, the atom bomb, the American Military Mind and the end of the Second World War“, Journal of Strategic Studies, 2019. 8) Jacques E. C. Hymans: „Britain and Hiroshima“, Journal of Strategic Studies, 2009/5.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.