Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2011, Side 60
K a u p f é l a g H i n s e g i n d a g a
Þjónustumiðstöð
SERVICE CENTER
iðA LækjArgötu 2A
Opin alla daga vikunnar frá
23. júlí til 6. ágúst kl. 11–20. sími 775 3560
Open 11 a.m. tO 8 p.m. frOm 23 july
ViP-kort, gAy Pride boLir og
Litríkur hátíðArVArningur í mikLu úrVALi
Offers everything yOu need fOr pride
mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
2011 voru veitt við hátíðlega athöfn í
Höfða 16. maí. Í þetta sinn komu þau í hlut
Hinsegin daga í Reykjavík fyrir framlag
þeirra til mannréttindabaráttu hinsegin
fólks á Íslandi. Það var borgarstjórinn í
Reykjavík, jón gnarr, sem afhenti forseta
Hinsegin daga, Þorvaldi kristinssyni,
verðlaunin, en hann þakkaði fyrir sitt fólk
með stuttu ávarpi. Það er mannréttindaráð
Reykjavíkurborgar sem tilnefnir Hinsegin
daga til verðlaunanna, en formaður þess er
margrét k. Sverrisdóttir.
Í ávarpi sínu þakkaði forseti Hinsegin
daga sérstaklega Heimi má Péturssyni fyrir
stjórnarstörf og dýrmætt framlag hans í
þágu hátíðar Hinsegin daga síðastliðin tólf
ár og sagði að lokum: „Það kemst enginn í
gegnum lífið án vina. Án stuðnings Reykjavíkurborgar á liðnum árum hefði hátíð Hinsegin
daga ekki orðið sú sem hún varð. Á stund sem þessari er mér ljúft að þakka þann góðvilja
sem borgarstjórar og borgarstjórnir liðinna ára hafa sýnt okkur – bæði í orði og verki.
með stuðningi ykkar allra hafið þið lagt merkilegri mannréttindahugsjón lið á þann hátt
sem minnst verður um ókomna tíð.“
mannréttindaverðlaun
Reykjavíkurborgar
FyLgIFISKAr – SéRvERSLuN MEð SJÁvARFANG, SuðuRLANDSBRAuT 10, REYKJAvíK
60