Alþýðublaðið - 09.01.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 09.01.1920, Page 1
Alþýðublaðið Crefið ilt aí Alþýðuílokkimm. 1920 Föstudaginn 9. janúar 3. tölubl. Símanúmer Alþýðubrauðgerðarinnar er golsivikar. Kaupmannahöfn 7. jan. Bolsivikar reyna að brjótast gegnum Afghanistan, til þess að til nýlendna Breta (Indlands). frá þjóðverjum. Khöfn 7. jan. Allsherjar verkfall er yfirvofandi I Þýzkalandi, segir fregn frá Berlín. Atvinnuleysi eykst ískyggilega. Utflutningsgjald hefir verið sett á aUar vörur, jafnvel farangur manna. Xingar riða. Khöfn 7. jan. prá Berlín er símað að áköf ®smg gegn konungsvaldinu sé í Soflfiu (höfuðborg Búlga- ríu) og Bukarest (höfuðborg Ru- meníu). Verðlagrstojnnn. Hemil! á dýrtíðina. út um löndin hafa stjórnir ríkj- anna tekið til ýmissa ráða til þess að reyna að draga úr dýr- tíðinni og til þess, að hafa eft- irlit með því, að ekki væri að óþörfu lagt of mikið á vörurnar, sem ganga í gegnum greipar milliliða þeirra, sem alstaðar þríf- ast undir verndarvæng hinnar ,frjálsu“ verzlunar. íslenzka stjórnin hefir í smá- um stíl gert tilraunir til þess að feta í fótspor annara landstjórna í þessu efni, t. d. með landaverzl- uninni, sem allur almenningur viðurkennir að haldið hafi allmjög í hemilinn á dýrtiðinni og að mifista kosti forðað oss íslending- um fra hungursneyð; vafalaust er enn ótímabært að legvja lands- verzlunina niður, því langur veg- ur er frá því, að dýrtíðin sé horf- in, miklu fremur eykst hún, og þar að auki er landsverzlun orðin að nauðsyn, sem erfitt er að mæla í móti, eDda myndi jafnaðarmenn allra manna síðast æskja þess, að hún yrði lögð niður, og það er langt frá þeim að telja nokkurt vit í því, að svo væri gert. En þrátt fyrir landsverzlunina er mikið af vörum sem fara í gegnum greipar umboðssala, sem upp á siðkastið þjóta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug. Það orð fer af þessum mönnum, sumum hverjum, og af þeim, sem vörur fá frá útlöndum, að þeir leggi ekki einungis óhæfilega mikið á vöruna, heldur komi það ósjaldan fyrir, að þeir hafi tvöfaldar „fak- turur“, aðra til að sýna þeim, sem við þá vilja skifta, hina handa sjálfum sér. Með öðrum orðum, viðskiftamennirnir fá aldrei að sjá innkaupsverð varanna, heldur það uppsprengda verð, sem þessir þokkapiltar, sem vonandí eru fáir, hafa sett eða látið setja á pappirinn, til þess að sýna þeim, og svo leggja þeir auðvitað prósentur sínar á hærra verðið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.