Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Side 14

Vinnan - 01.06.1946, Side 14
Hurðiisksverhun Nokkur smábátaútgerð er á Hofósi og nágrenni en aðeins tveir dekkbátar. Frystihús er starfandi á vegum Kaupfélags Austur-Skagfirðinga, en fremur þykja fiski- mönnum stirð viðskiptin og er jafnvel rætt um að reisa annað, hvað sem úr því kann að verða. Hafnarmálið er jafnan ofarlega á dagskrá hjá Hofsósbúum, enda á þorpið þróun sína og möguleika mjög undir lausn þess. Nú í vetur var gerð áætlun að uppfyllingu sunnan báta- bryggjunnar og auk þess að 10 metra lengingu hafn- arbryggjunnar. Afráðið mun að uppfyllingin verði framkvæmd í sumar, en óvíst hvort byrjað verður á lengingu hafnarbryggjunnar að svo stöddu. Lítið er um nýbyggingar á Hofsósi; þó stendur yfir bygging læknisbústaðar og sjúkraskýlis. Auk þess er í undirbúningi bygging barnaskóla, en gamli barnaskól- inn var orðinn með öllu ónothæfur. Þá er ráðgert af hálfu ungmennafélagsins, að reisa íþrótta- og leikfimis- hús á næstunni. Yerkalýðsfélögin á Hofsósi hafa bæði mikinn og vax- andi áhuga fyrir vexti og viðgangi atvinnu- og fram- faramála þorpsins. Þykir verkafólkinu lítið ganga í framfaraátt undir núverandi forustu í hreppnum. — Verkalýðsfélögin munu við hreppsnefndarkosningarn- ar í vor bera fram sameiginlegan lista og gera með því tilraun til þess að skapa hreppsfélaginu forustu, sem líklegri er til félagslegra tilþrifa, en sú, sem ráðið hefur lögum og lofum í þorpinu fram til þessa. Hversu sú tilraun tekst, er vitanlega undir þroska og stéttvísi vinnandi fólksins komið. Sjúkdómsorsakir Geðveikralœknir er að sýna aðkomumanni geðveikra- hœlið. Gesturinn: — Af hverju varð maðurinn í áttundu stofu brjálaður? Lœknirinn: — Af því, að stúlkan, sem hann elskaði, vildi hann ekki. Gesturinn: — En hvers vegna varð maðurinn í ní- undu stofu geðveikur? Lœknirinn: — Vegna þess, að hann kvœntist stúlk- unni, sem vildi ekki manninn í áttundu stofu. 136 VIN N A N

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.