Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 20
— Já, Watson, en með tilliti til þess að knýja fram lokaniðurstöður yðar. Við skulum nú draga saman þær niðurstöður, sem okkur hefur heppnazt að afla, vegna þess hve vel við erum að okkur í atvinnulandafræði: Eyjan var allt önnur en sú, sem Róbínson vill vera láta, og þar hljóta að hafa komið menn á undan honum. En hvernig getum við hent reiður á, hvaða eyja þetta var? Ekki getum við tekið hverja einstaka eyju á öllum hnett- inum og borið hana saman við lýsingu Róbínsons. Ef svo mætti að orði komast, verðum við að snúa okkur til Scotland Yard, og ganga úr skugga um, hvort ekki kunna að hafa verið til efnhverjar eyjar og einhverjir menn, sem gátu hjálpað Róbínson, þegar hann ritaði frásögn sína. Og nú kemur Alexander Selkirk til sög- unnar, og um hann hafið þér auðvitað yðar ákveðnu skoðanir . . . — Hm, tautaði Wat'son svo að tæplega heyrðist. — Hafið yðar skoðanir sjálfur, í öllum guðanna bænum. Ég vona, að lokaniðurstöður okkar verði réttar áður en lýkur. Selkirk var ekki tilbúin persóna, held- ur lifandi maður. Hann var skozkur sjómaður. Eins og allir Skotar vildi hann græða fé. Hann var þátttakandi í för Dampiers um Kyrrahafið. Leiðangurinn var sér- kennilegur fyrir þetta tímabil. Dampier ætlaði sér að finna ný lönd, en hann sló ekki hendinni á móti því að ræna Spánverja og Frakka, ef færi gafst. Það var dá- lítið hættulegra að sigla með honum, en að ferðast meðfram ströndum Skotlands, en tækifærin til þess að græða peninga voru líka öll önnur. Selkirk gat sér hins vegar engan orðstír fyrir frið- semi. Hann lenti í deilu við skipstjórann, — og þegar Dampiers hafði siglt fyrir odda Suður-Ameríku, árið 1704, og kom í námunda við Juan Fernandezeyju, setti skipstjórinn Selkirk blátt áfram í land á eynni. Um þetta varð gagnkvæmt samkomulag og hinn óþjáli háseti fékk með sér þörf sína af vistum og vopnum. En þegar hann sá segl undin upp á skipinu, bilaði kjarkur hans. Hann synti aftur út að skipinu og grát- bað þess að fá að vera með. „Of seint, vinur minn,“ svaraði skipstjórinn. Eftir fjögur ár var Selkirk bjargað af enska skipstjór- anum Woodes Rogers. Hann var meiri hryggðarmynd- in, þessi „Róbínson“. Það hafði reynzt furðu erfitt að dvelja 4, — ekki 28 —, ár á óbyggðri eyju. Þegar Rogers kom heim til Englands aftur, ritaði hann bók um ferð sína og hermdi þar glögglega frá ævitnýrum Selkirks. Sjálfur varð Selkirk frægur maður um tíma. Blöðin birtu viðtöl við hann. Það er meira að segja líklegt, að blaðamaðurinn Defoe hafi hitt hann. — Ójá. (Það rann upp ljós fyrir Watson). -— Eins og þér sjáið, Watson, sagði Sherlock Holmes með ástúðlegu brosi. Jafnvel þó að þér vilduð draga Selkirk undan, þá er ég þó búinn að hafa upp á honum. Hann er aðalvitnið í þessu máli. Hann er fyrirmynd Róbínsons. „Óbyggða eyjan“ er Juan Ferandez. Hún liggur ekki í Atlanzhafinu heldur í Kyrrahafi, vestur undan Chileströndum, á hér um bil sömu breiddargráðu og Valparaso. Og nú er það ekki lengur undarlegt, þó að á eynni fyndist vínviður, sykurreyr og geitur. Allt þetta var þangað flutt af Juan Fernandez, sem fann eyna árið 1563, það er að segja hálfri annarri öld áður en Selkirk var settur þar í land. Geiturnar urðu villtar og marg- földuðust. Franskir og enskir sjóræningjar höfðu þar stöðugan aðgang að kjötborgðum. Spánverjar fluttu hunda til eyjarinnar í þeirri von, að þeir ætu upp geit- urnar, og sjóræningjarnir fengju ekkert kjöt. En hund- arnir veiddu ekki geiturnar, heldur drápust, og þeim hélt áfram að fjölga í friði. Það er framhaldið af sögu víkinganna hinum megin við Ameríku. Þér vitið, hvað átt er við með víkingur, Watson? . . . -— Já, svona nokkurn veginn, heyrt hef ég þeirra getið . . ., svaraði Watson. — Ef þér viljið kynnast þeim betur, skuluð þér lesa sögu kvikfjárræktarinnar, því að kvikfj árræktin kemur mjög við sögu sjóhernaðarins, eins og þér munuð kom- ast að raun um. Hvað sem öðru líður, þá held ég endi- lega, að eitthvað sé bogið við söguna af Róbínson. —: Það er deginum Ijósara, sagði Watson og bætti við með aðdáunarbrosi: Það mætti segja mér, að herr- arnir í Scotland ard spryngju enn einu sinni af öfund. — Það þykir mér ekki ósennilegt, sagði leynilög- reglumaðurinn og skellihló. Nú jæja, þá vantar yður járnhörðu rökfærslurnar og bækurnar mínar um at- vinnulandafræði. Svo hristi hann öskuna úr pípunni sinni. Framhald. Jensen og Hansen voru á Ijónaveiðum. Einn daginn sendir Jensen svohljóðandi hraðskeyti til frú Hansen: ALVARLEGT SLYS LJÓN RÉÐIST Á HANSEN STOPP HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ HANSEN JENSEN Frú Hansen svaraði um hæl: SENDIÐ HANSEN STRAX HEIM — FRÚ HANSEN Nokkru seinna sendir frú Hansen annað skeyti svo- hljóðandi: LJÓN MÓTTEKIÐ STOPP MISSKILNINGUR STOPP SENDIÐ HANSEN STRAX — FRÚ HANSEN Og fær svohljóðandi svarskeyti frá Jensen: ENGINN MISSKILNINGUR STOPP HANSEN INNI í LJÓNIU — JENSEN 142 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.