Vinnan


Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 26

Vinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 26
Nýr kjarasamningur á Flateyri Þann 4. apríl s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfél. Skjöldur á Flateyri og atvinnurekenda. Með samningi þessum hefur meðal annars dagvinna karla hækkað úr kr. 2.10 í kr. 2.45 um klst., kaup í skipavinnu úr kr. 2.40 í kr. 2.69, kola-, salt- og sementsvinna úr kr. 2.75 í kr. 3.00 á klst. og kaup kvenna og unglinga úr kr. 1.50 í kr. 1.75 á klst. Dagvinna reiknast nú frá kl. 7.30 til kl. 17, en var áður frá kl. 7 til 17. Eftirvinna reiknast nú frá kl. 17—20.30, en var áður frá kl. 17 til kl. 22. Næturvinnutíminn hefur breytzt í sam- ræmi við þetta. Eftirvinna öll greiðist nú með 50% álagi á dag- vinnukaup, en nætur- og hedgidagavinna með 100% álagi. Aður var öll eftirvinna hjá hraðfrystihúsunum, önnur en skipavinna, greidd með aðeins 25% álagi og nætur- og helgidagavinna, önn- ur en skipavinna, með 50% álagi. Fyrir fiskþvott, sem ávallt skal fara fram í ákvæðisvinnu, greiðist: Fyrir hver 160 kg. stórfisks kr. 2.74 og fyrir hver 160 kg. labradorfisks kr. 2.33. Ráði karlmenn sig upp á mánaðarkaup, skal grunnkaup þeirra ekki vera lægra en kr. 465.00 á mánuði, en hjá konum kr. 330.00. Þegar samningar voru undirritaðir, hafði vinnustöðvun staðið yfir í eina viku. — Samtök verkamanna voru ágæt. Aðalfundur Sóknar Starfsstúlknafélagið Sókn í Reykjavík hélt aðalfund sinn 10. apríl s.l. I stjórn voru kosnar: Formaður: Vilborg Olafsdóttir, varaformaður: Asdís Magn- úsdóttir, ritari: Elín Jóelsdóttir, gjaldkeri: Vilborg Björnsdóttir, meðstjómandi: Guðrún Kjerulf. — I varastjórn voru kosnar: Bjarnfríður Pálsdóttir, Ingiríður Ingjaldsdóttir og Helga Þor- kelsdóttir. Nýr kjarasamningunr A. S. B. í Reykjavík 30. apríl voru undirirtaðir kjarasamningar milli A. S. B., fé- lags afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum í Reykjavík annarsvegar og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, Alþýðubrauð- gerðarinnar og Bakarameistarafélags Reykjavíkur hinsvegar. — Samkvæmt þessum samningum hækkar grunnkaup stúlknanna sem hér segir. Fyrir 8 stunda vinnudag: Fyrstu 3 mánuðina ....... kr. 230.00 á mán. Áður kr. 205.00 Eftir 3 mánuði ........-—- 250.00 — -— -—- — 220.00 _ 6 — — 270.00 - — — — 235.00 _ 12 — -— 300.00 - — — — 255.00 _ 18 — — 330.00 - — — — 270.00 _ 5 ár ......— 360.00 - — — — 290.00 Fyrir 5 stunda vinnudag: Fyrstu 3 mánuðina ....... kr. 170.00 á mán. Áður kr. 150.00 Eftir 3 mánuði ..........— 180.00 - — — — 160.00 _ 6 — — 200.00 - — — — 175.00 — 12 — — 225.00 - — — — 190.00 _ 18 — — 245.00 - — — — 200.00 — 5 ár ......— 265.00 - — — — 215.00 Öll yfirvinna hækkar í hlutfalli við þetta. Samningurinn gildir til 1. maí 1947. 15 ára afmæli Verkalýðsfélags Bolungavíkur Verkalýðsfélag Bolungarvíkur minnist 15 ára starfs síns með veglegu samsæti og skemmtun laugardaginn 13. apríl s.l. Félag- ið er stofnað 27. maí 1931 og hefur haft mikla þýðingu fyrir verkalýð þorpsins í kjara- og menningarmálum. Á samsætinu fluttu þeir Ágúst Vigfússon kennari og Hannibal Valdimarsson frá Isafirði ræður. Auk þess söng blandaður kór undir stjóm Sigurðar E. Friðrikssonar og kvikmyndir voru sýndar. Haraldur Stefánsson, sem verið hefur í stjórn félagsins frá stofnun þess, var heiðraður sérstaklega í afmælishófinu og afhent 500 króna gjöf í viðurkenningarskyni. Formaður félagsins er nú Jón Tímótheusson. Aðalfundur Verkamannafélags Vopnafjarðar Á aðalfundi Verkamannafélags Vopnafjarðar voru þessir menn kosnir í stjórn félagsins: Ragnar Sigurðsson formaður, Sigmundur Davíðsson ritari og Pétur Nikulásson gjaldkeri. Aðalfundur Verkalýðsfélags Flateyjar Á aðalfundi Verkalýðsfélags Flateyjar voru eftirtaldir menn kosnir í stjóm félagsins: Friðrik Salómonsson formaður, Jón Guðmundsson ritari, Sigurjón Ámason gjaldkeri, Vigfús Stef- ánsson og Reynir B. Stefánsson meðstjómendur. Nýir Iðju-samningar á Akureyri Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, sagði upp kjara- samningum sínum við S. I. S. og K. E. A. sJ. vetur og vom þeir útrunnir 1. maí sJ. Samkomulag náðist um nýja samninga fyrir milligöngu sátta- semjara, og fela þeir í sér allmikla hækkun á kaupi og nokkr- ar aðrar kjarabætur. Fullt kaup karla hækkaði um kr. 27.50 og kvennakaupið eins. — Fara hér á eftir nokkrir aðaltaxtar iðn- verkafólksins, eins og þeir em eftir nýju samningunum (tölum- ar í svigum eru kaupið eins og það áður var). Kaup karla í Gefjun, skóverksmiðju Iðunnar og 2. fl. sútunarverksmiðju Iðunnar: Byrjunarlaun .................. kr. 290.00 (276.00) Eftir fyrstu 3 mánuðina ..........— 345.00 (315.00) Eftir 6 mánuði .................— 385.00 (357.50) Eftir 9 mánuði .................— 420.00 (375.00) Eftir 12 mánuði ................. — 460.00 (402.50) Eftir 24 mánuði ................. — 475.00 (447.50) Kaup karla í II. fl. sútunarverksm. Iðunnar: Byrjunariaun .................. kr. 315.00 (296.00) Eftir fyrstu 3 mánuðina ......... — 370.00 (335.00) Eftir 6 mánuði .................— 410.00 (377.50) Eftir 9 mánuði .................— 445.00 (395.00) Eftir 12 mánuði ................. — 485.00 (422.50) * Eftir 24 mánuði ................ — 500.00 (467.50) Konur í Gefjun, Skóverksmiðju Iðunnar og Hanzkagerðinni: Bvrjunarlaun .................. kr. 180.00 (171.00) Eftir fyrstu 3 mánuðina .........— 210.00 (190.00) Eftir 6 mánuði .................— 230.00 (215.00) Eftir 9 mánuði ...................— 255.00 227.50) Eftir 12 mánuði ................. — 290.00 (250.00) Eftir 24 mánuði .................— 300.00 (272.00) Samskonar samningur var gerður við Saumastofu Gefjunar. Þá hækkaði premía vefara í Gefjun um 10 prc. á pr. ofinn meter. — Samningana önnuðust fyrir hönd „Iðju“, þeir Jón Ingimarsson, Hallgrímur Jónsson og Ríkarð Þórólfsson. ASalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur Verkalýðsfélag Grindavíkur hélt aðalfund sinn í marzmán. s.l. I stjórn félagsins voru kosnir: Svavar Árnason formaður, Guðbrandur Eiríksson ritari og Grétar Jónsson gjaldkeri. Framh. á bls. 154. 148 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.