Heimilispósturinn - 16.12.1950, Qupperneq 6
vertu, ég er nú hræddur um
það. Eitt sinn hótaði skap-
stirður stýrimaður að fleygja
mér í hafið, ef ég hætti ekki
þeim bölv. ósið að skilja eftir
á skipshliðinni merki um þann
ræfildóm minn að vera sjóveik-
ur. Ég hefndi mín á stýrimanni
— en jók jafnframt lífshættuna
— með því að henda pípunni
hans í hafið, enda var sú oft
orsök sjóveikinnar. Ævintýri?
Einkamál. Segist ekki. Síst af
öllu blaðamanni.
— Hvað geturðu sagt mér
um siglingar Sambandsskip-
anna.
— Sambandið hefur rekið út-
gerð eigin skipa síðan 1946 er
það eignaðist Hvassafell. Leið-
ir skipanna hafa legið víða,
norður í Hvítahaf, suður til
Krítar, austur í botn Finnaflóa
og vestur . til Ameríku. Að
meztu leyti hafa skipin stund-
að flutning á þungavöru, þ. e.
kolum, salti, sementi og timbri
að landinu, en ýmsum afurðum
frá því, svo sem saltfiski, síld,
fiskimjöli, gærum og ull. Sam-
bandið hefur lagt kapp á að
koma aðfluttu vörunum sem
mezt beint á neyzluhafnirnar,
því öll umhleðsla er mjög dýr.
I langflestum tilfellum hafa
skipin orðið að koma á margar
hafnir í hverri ferð. Slíkt er oft
tafsamt, einkum á vetrum þeg-
ar veður eru slæm, en hafnar-
skilyrði víða bágborin, og skip-
in full stór fyrir smáhafnir.
Finnst okkur, sem á skipunum
vinnum oft nóg um þegar við
fréttum, að koma skuli á 15—
20 hafnir í sömu ferðinni, en
óánægjan hverfur þegar við
finnum að fólkið, einkum á
smáhöfnum — fagnar skips-
komu, og unnið er af því kappi
við uppskipun, oft við hin
verstu skilyrði, að aðdáunarvert
er.
Sem dæmi. um siglingar við
ströndina má geta þess, að eitt
sinn var aðfluttur farmur los-
aður á 16 höfnum, en útflutn-
ingsvaran lestuð á 20 höfnum
í sömu ferðinni. I annað sinn
kom skipið að landi á Djúpa-
vogi, losaði fyrst þar, sigldi
síðan til Reykjavíkur, þá vest-
ur og norður fyrir, suður til
Fáskrúðsfjarðar, til baka aftur
norður, vestur og suður um til
Reykjavíkur. Komið var á sam-
tals 18 hafnir, og sigldar um
1880 sjómílur, en það er sama
vegalengd og frá Reykjavík til
Gíbraltar. Ótrúlegt en satt.
— Hvað geturðu sagt mér um
þitt eigið skip, Arnarfell?
— Það er bráðum ársgamalt.
Ágætis skip í alla staði. Ódýrt
í rekstri eftir núverandi verð-
lagi og kaupgjaldi. Hentugt
flutningaskip, vel búið tækjum,
og aðbúnaður um borð allur
hinn bezti. En þetta kemur
þú til með að reyna allt sjálfur
ef þú ferð með í næstu ferð, eins
og mér hefur borizt til eyrna.
Einhvers staðar í Atlantshafinu
skulum við halda upp á eins árs
afmæli Arnarfells, sem þa mun
verða búið að sigla um 40 þús-
und mílur. Og suður við Grikk-
landsstrendur skaltu fá tæki-
færi til að tala heim til þín
beint frá skipinu — kostar bara
13 krónur. Og nú ekki fleiri lof-
orð, en blessaður mundu eftir
að taka með þér sjóveikispillur,
því hér eru þr'ir stýrimenn um
borð, venjulega skapgóðir, —
en, hver veit hvað fyrir getur
komið ?
4
HEIMILISPÓSTURINN