Heimilispósturinn - 16.12.1950, Síða 7

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Síða 7
KAJ MUNK: Eitt par fram fyrir ekkjumann. TT'n ef ykkur finnst of snemmt -*-i að dragnast í kojuna, piltar, og þið álítið kannske, að þið get- ið ekki sofið vegna þess, að ofurlítill hraglandi dynur á kýr- augunum og stinningskaldi er af vestri, ja, þá verð ég bara að segja það, að ekki fer dónalega um okkur hérna í kránni hans Valda þetta gamlárskvöld. Og ef þú, Sören, ætlar að láta verða af því að gefa þenn- an umgang, sem þú hefur verið svo feiminn við að bjóða í kvöld, þá skal Láki gamli skipstjóri ekki láta standa á eínni sjóara- sögu frá fyrri dögum. Því ég sagði við reiðarann — ja, það var árið áður en ég keypti ,,Fluguna“ og flutti timbrið til Þórshafnar, en svoleiðis hluti munið þið ekki, pelabörnin ykk- ar — því ég var vanur að koma við í Bergen og taka vörur hjá Elvestad & Björnbo, sem verzl- uðu mikið við Færsana í den tíð. Og ég var dálítið áhyggjufullur, vegna þess, að kerlingin lá hér í Bandholm mánuð eftir mánuð og gat hvorki lifað né dáið. Og mér þótti fyrir því, að hún skyldi þjást mikið, því hún var þó manneskja á sinn hátt, og ég óskaði þess oft, að hún hjarn- aði við aftur, enda þótt ég ætti úti í Þórshöfn nýbakaða skip- stjóraekkju. Það var að vísu ekkert á milli okkar þá, en ég hafði þó ákveðið mér hana, ef hin legði á djúpið. Jæja; ég sigli beitivind inn til Bergen, og þar liggur þá bréf til mín frá systur minni, þar sem hún skýrir mér frá því, að kerlingin hafi létt akkerum og látið úr höfn í hinzta sinn, dag- inn eftir að ég fór. Ég neita því ekki, að þetta voru dálítið hressandi fréttir, en samt sem áður var ég í dá- lítið slæmu skapi, því að við, ég og kerlingin, höfðum átt margar góðar stundir, einkum á fyrri árum. Ekki bætti það heldur úr skák, að daginn eftir lagði „Tré- skórinn" að síðunni á „Flug- unni“ og Fjarðarr skipstjóri stóð sjálfur á þiljum uppi. Þetta var nú ekki til þess að láta huggast af. Fjarðarr var þá á aldur við mig, en nú er hann orðinn miklu eldri. Hann var svolítill dindill, hundrað pund- um léttari en annað fólk og kið- fættur í ofanálag. Auk þess er hann Jóti. En það versta við hann er, að hann getur logið meira en allir aðrir skipstjórar í heiminum samanlagt. Og ég, sem hata ósannindin eins og pestina. Skál! „Hvað viltu hingað?“ sagði ég og lét sem ég hefði heilsað. Jú; hann var á leið til Færeyja, til þess að biðja hinnar nýbök- uðu ekkju. „Þá getur vel farið svo, að þú komir of seint,“ sagði ég, „því svo er nefnilega mál með vexti, að ég er líka að fara til HEIMILISPÓSTURINN 5

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.