Heimilispósturinn - 16.12.1950, Síða 8
Þórshafnar í sömu erindagerð-
um og létti akkerum í fyrra-
málið.“
„Það ætla ég líka að gera,“
segir hann, „og ég bíð þá með
brúðkaupið þangað til þú kem-
ur, svo að þú getir orðið svara-
maður.“
„Ef ég verð ekki kominn á
undan þér til Þórshafnar, þá
máttu eiga skútuna," sagði ég.
^,Ég • vil ekki skifta um lík-
kistur,“ sagði hann; „en segj-
um heldur, að sá, sem fyrr nær
landi, fái ekkjuna.“
„Segjum það,“ sagði ég. Og
morguninn eftir skildust leiðir.
Nú var „Flugan“ bezta gang-
skip, og við þetta tækifæri var
ekki dregið af seglum, því ekkj-
an var á bezta aldri og til í
tuskið, að því er kunnugir
sögðu. Og jafnvel þótt ég hefði
máske getað fengið eitthvað
skárra, ef ég hefði leitað á fleiri
höfnum, þá gat ég alls ekki ver-
ið þekktur fyrir að láta Mikjál
Fjarðarr grípa hana rétt við
nefið á mér.
Ég sigldi svoleiðis, að sjóirn-
ir urðu brennandi heitir og við
sjálft lá, að kviknaði í stefninu.
Skál!
Ég vissi, að enda þótt ég yrði
kannske ekki eins fljótur yfir
flóann, þá var ég miklu kunn-
ugri þegar að eyjunum dró, því
að sundin þekkti ég út og inn.
Ég átti frænku á Sandey, sem
var gift þar. Hana heimsótti ég
oft á yngri árum. Ég og dreng-
irnir hennar vorum oft að leika
okkur þar í fjörunum, á stað,
sem heitir Selufjördur með u,
því þeir í Færeyjum segja u,
þegar aðrir segja eitthvað ann-
að. Altsvo Seluf jurdur. Þar voru
rostungarnir vanir að sóla sig,
og við fórum oft með brauðbita
eða því um líkt og hændum þá
að okkur. Þar voru tveir rost-
ungskópar, sem hændust svo að
okkur að lokum, að þeir komu
og léku sér við okkur. Við gát-
um sezt á bak þeim og riðið á
þeim eina eða tvær mílur —
auðvitað ekki danskar mílur —
til hafs; og þegar við fórum að
kitla þá, snéru þeir við og skil-
uðu okkur á land, þar sem við
höfðum lagt upp. Svona geta
dýr orðið tamin, ef vel er farið
að þeim. Þeir þekktu líka „Flug-
una“, því þegar ég var þar á
ferð, komu þeir og létu vinalega
í kringum skútuna. Svo fengu
þeir brauð og kjötbein. Skál!
Við voru komnir svo nærri,
að við sáum fjallatindana, þeg-
ar óveðrið skall á. 1 sólarhring
sáum við ekkert annað en regn-
vatn, saltvatn, froðuskúm, hagl
og þorsk. Sjómannslífið er
breytilegt. Að lokum vissum við
hvorki í þennan heim né annan;
það var eins og við sigldum í
loftinu með hafið yfir okkur og
himininn undir. Þá er að treysta
á faðirvorið. Það er alltaf síð-
asta hálmstráið í lífsnauðsyn,
þegar allt annað bregzt. En svo
varð mér hugsað til Jótamik-
jáls, hvort hann þyldi nú inn-
fjarðarkaldann, hefði hleypt í
skjól, eða væri kominn niður á
þaravelli.
Á þriðja degi rofaði til, og
við gátum áttað okkur. Við vor-
um rétt fyrir utan Skúey. O-
jæja! Heldur vildi ég drukkna
við Sandey en Skúey, því maður
var eins og hagavanari þar. En
hver slagar þá upp að síðunni á
okkar annar en ,,Tréskórinn“ ?
Stýri fyrirfannst ekki á hvor-
6
HEIMILISPÓSTUKINN