Heimilispósturinn - 16.12.1950, Qupperneq 9
ugri skútunni. Og nú komu tveir
turnháir brimskaflar. Kors í
Jössenavn! Þarna klesstust
prammarnir saman og Jóta-
mikjáll og ég sjálfur flugum 15
fet í loft upp og féllumst í
faðma þar uppi. Og það verð ég
að segja, piltar, að þó grunnt
væru um þetta leyti á því góða
með honum Jótamikjáli og mér,
þá er þó ekki gott að maðurinn
sé einsamall. O, nei! Maður er
manns gaman; það segir hann
Þorlákur og ég. Skál! Skál!
Bittinú! Ekki gátum við ver-
ið til eilífðar þarna uppi, svo
við fórum að hugsa til niður-
ferðar, og við hnigum mjúklega
í hafsins milda skaut, eins og
stendur einhvers staðar í kvæði,
og þar þrýsti ég hönd vinar
míns í kveðjuskyni. Það var
ekki um annað að ræða. Dauði
í hafi er líka hetjudauði, og
vindarnir stynja þungan, þegar
þeir þjóta yfir grafir sjómann-
anna.
Æijæja! Það er eins og þess-
ar gömlu minningar láti mann
ekki ósnortinn, óekkí! Skál!
Ég held í hönd vinar míns, en
vinstri hönd hafði ég lausa. Og
þá finn ég allt í einu, að eitt-
hvað kemur við hana. Mér
verður litið niður, og hvað er
það þá annað1 en rostungarnir
mínir, sem hafa stöðugt verið
að leita að mér? Ég var ekki
lengi að átta mig. „Á bak,
Mikjáll!“ hrópaði ég og settist
sjálfur á bak. Svo þutum við
gegnum öldurnar. Við urðum að
halda okkur dauðahaldi um
tennurnar á rostungunum, svo
að við rynnum ekki aftur af.
Svo stefndu þeir með okkur til
Þórshafnar. Það er merkilegt,
hvað svona skepnur geta verið
gáfaðar.
Stundum þutum við -gegnum
þangskóga. Síldin óð í torfum
umhverfis okkur. Allt í einu
kom hvalur vaðandi og gleypti
reiðskjóta Mikjáls. Ég var ekki
seinn í snúningum í þá daga og
greip Mikjál og setti hann á bak
fyrir framan mig.
Það hýrnaði heldur yfir mér,
þegar ég sá til Þórshafnar. Eu
þá datt mér í hug, að ekki væri
sopið kálið, því Mikjáll sat fyrir
framan mig og gæti því stigið
fyr á land. Ég fór að velta þessu
fyrir mér, en það var þá rost-
ungurinn, sem vissi hvað til
stóð. Hann sumsé snéri sér
við og lensaði aftur á bak upp í
fjöruna.
Já; sjómannslífiðer ævintýra-
legt, piltar mínir; það er nú svo
með það. Þarna stóðum við tveir
í fjörunni, eins og illa gerðir
hlutir og blessuð skepnan stakk
af, án þess að kveðja.
Við fórum og fengum okkur
þurr föt og drykkjarföng. En
það, sem mér þótti raunalegast
af öllu, var það, að enginn í
þorpinu trúði sögunni, bara af
því að Mikjáll Fjarðarr hafði
verið með.
Hvað? Nú, ekkjan? Ja; hún
var orðin ekkja síðast þegar ég
hafði verið í Þórshöfn. Maður-
inn hennar hafði nefnilega fall-
ið fyrir borð og drukknað úti
fyrir Austfjörðum. En þeir
hafa sennilega dorgað hann upp
aftur, því að hann stóð bráðlif-
andi og hinn gleiðasti í kránni,
þegar við komum inn.
Svo fór með sjóferð þá!
Karl Isfeld íslenzkaði.
HEIMILISPÖSTUBINN
7