Heimilispósturinn - 16.12.1950, Page 11

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Page 11
I Úr sænsku kvikmyndinni „Léttlyndi sjóliðinn". rugl. Þetta hefur hún frá yður. Hún hefur aldrei notað þessi orð áður. Ég skal veðja að þér not- ið þau daglega. — Rugl, sagði Borten. — Ég vil ekki sitja og hlusta á þennan þvætting. Reynið þér að hypja yður, eða . . . — Eða! sagði Hammer blítt og ísmeygilega. — Eða ég fleygi yður út. — Hahahahahaha, ja, þér eruð ágætur herra Borten. Borten stóð á fætur. — Sitjið þér, öskraði Hamm- er. Borten settist. — Þér hljótið að vera bandvitlaus, eða drukk- inn, mælti Borten. Tær eins og vatn og glamp- andi algáður, svaraði Hammer. Hlustið þér nú á. Kona mín hef- ur farið upp í sumarbústaðinn á hverjum laugardegi í sex vik- ur. Hún kom alltaf til baka á mánudögum. Ég var að hug- leiða hvernig í ósköpunum á því stæði að hún þyrfti svona langan tíma til þess að koma húsinu í lag. Við komum hing- að upp eftir í gær, til þess að vera hér í sumar, eins og venju- lega. Ég fór í eftirgrennslan til vissrar konu, sem á heima hérna í nágrenninu. Mér veittist ekki örðugt að afla mér nægrar vit- neskju. Hún sagði mér að kon- an mín hefði verið hjá yður á hverju einasta laugardags- kvöldi, og takið þér nú eftir, hverja einustu laugardagsnótt, herra Borten. — Þarna inni. Hammer benti með skammbyss- unni á svefnherbergið. 9 HEIMILISPÖSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.