Heimilispósturinn - 16.12.1950, Síða 12

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Síða 12
— Rugl. . . hvaða rugl, sagði Borten. — Ég hef sannanir, sagði Hammer, fullgildar sannanir. Ég hefi mörg vitni, sem hafa veitt konunni minni eftirför, sem hafa séð og heyrt allt, allt . . . ég hefi það skriflegt. Þér vitið að fólk hér í dreifbýlinu, það hneikslast, hehehehehehe. Þér hafið verið óvarkár, mjög óvarkár. Hérna getið þér fengið að lesa framburð eins vitnisins. Annars gagnar yður ekkert þótt þér eyðileggið skjalið. Ég hefi fleiri og þetta get ég fengið endurnýjað. Gerið þér svo vel, herra Borten. Borten las og lagði blaðið frá sér. Hammer tók það og stakk í vasa sinn. — Þar að auki, sagði hann — þar að auki hefur, kon- an mín játað. Ég hefi það svart á hvítu. Ég hefi grun um, hm, ég hefi grun að henni getist betur að yður en mér. — .Hvers óskið þér þá, spurði Borten þurrlega. — Hér skuluð þér fá að sjá hvers ég óska, sagði Hammer. Hann tók upp vélritaða örk og lagði hana á borðið, ásamt lind- arpenna. — Skrifa ekki undir, sagði Borten. — Skrifið þér mælti Hamm- er. Borten horfði á hann stundar- korn, tók svo pennann og skrif- aði undir. — Þakkir, sagði Hammer, kærar þakkir herra Borten. Ég vek athygli yðar á því að þér missið yðar góðu stöðu ef þér gangið ekki að eiga konuna mína í síðasta lagi tveim mánuðum eftir skilnaðinn. Á annan hátt get ég einnig orðið yður til bölvunar og það svo um munar. Þér eruð ekki ríkur mað- ur, ekki einu sinni sæmilega efnum búinn. Þér eruð búnir að slíta barnsskónum. Þér hafið góða atvinnu, og ákaflega létta stöðu, í raun og veru allt of létta. Ef þér gangið að eiga konu mína, getið þér haldið stöðunni. Hér áður átti ég dá- lítinn hlut í félaginu, nú á ég sextíu hundraðshluta af hluta- bréfum. Þér getið sjálfir geng- ið úr skugga um þetta. — Ojá, sagði Borten dauf- lega. —- En, en — viljið þér endilega losna við hana. — Ég vil ekki láta draga dár að mér, sagði Hammer. — Ég er ærukær maður, Það eigið þér líka að vera. Þér eigið að taka afleiðingunum, yður ber að haga yður sæmilega gagnvart kvenfólki. Borten var órólegur og fitl- aði við ljóskerið. — Látið þér ljósið vera, sagði Hammer. — Datt yður til hug- ar að fleygja henni. Ég er að fara. Sitjið þér rólegur við borð- ið þangað til ég er kominn út. Hafið þér hendurnar í skauti yðar. Borten tók hendurnar niður af borðinu. — Til hvers notið þér þetta ljósker, spurði Hammer. — I útihúsin ? — Nei, þar er raflýst líka. Þetta er tálljós. — Urriði? — Við og við sjóbirtingur. Mest áll? — Uti fyrir ? — Já — dálítið hér norður af, úti fyrir. Raunar ágætt inni í flóanum líka. En þær hafa gæt- ur á manni þar innfrá, bölvað- 10 HEIMILISPÓSTURINN-

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.