Heimilispósturinn - 16.12.1950, Side 13
ar kjaftakindurnar. Veiða ólög-
lega sjálfar, en kæra aðra.
— Já, það er svona, sagði
Hammer — það var hér fyrir
Sex árum . . .
— En er eitthvað að f á þarna
fyrir norðan? Ég hélt máski •—
— Já, á nokkrum stöðum, ef
maður er nógu kunnugur.
Ágætt . . .
— Ég veit um einn stað
hérna suður frá, mælti Hammer
— þar veiddi ég nokkra stóra
ruma.
Ójá, en rumarnir eru nú ekki
bestir. Meðal . . .
— Já, það segið þér alveg
satt, Borten. — Steikið þér þá?
— Steiki, svaraði Borten
móðgaður.
— Já, ég sagði steiki, sagði
Hammer og brýndi raustina.
Já, hlustið þér nú Borten. Sko,
fyrst í salt yfir nóttina, skorið
í fimm sentimetra langa bita,
þvæ þá vel í volgu vatni, legg
þá í rauðvín helzt í borgundar
í 6 til sjö tíma og svo á heita
pönnu og nóg af smjöri. Og svo
nógan pipar — og búið. Reynið
þér bara. Ég veðja . . .
— Ég vil hafa hann soðinn
og mikið karrý, sagði Borten.
— Á venjulega danska vísu.
— Með súpujurtum?
Jæja ég nota nú ekki svo oft
súpujurtir en . . .
— Jú, ágætt í karrý.
— Hugsa um að fara á flot
í kvöld?
— Já, meira að segja helzt
tímalega.
Hammer ýtti gluggatjaldinu
til hliðar og leit út — Já-á,
sagði hann. — Þá er stundin
komin. — Bannsett klúður, ég
hef bátinn tilbúinn en mig vant-
ar undirræðara. Það er einn,
sem ég treysti, en hann er í
bænum.
Það var verra. Hafið þér
dreng ?
— Ég notast við Nilsen. En
hann er geðvondur.
— Ef ég hefði verið almenni-
lega búinn, sagði Hammer. —
En ég get róið.
— Föt? Það eru einhver ráð
með þau. Ef til vill nokkuð
stór, en . . . Það mætti brjóta
inn á þau. Og stígvél hef ég,
ágæt stígvél. Það er allt í lagi,
gúmmístígvél.
— Nei, er það satt, Borten.
— Já, sannarlega . . .
Borten sótti fötin, Hammer
hafði fataskipti í eldhúsinu,
lagði skammbyssuna á eldhús-
bekkinn, og lét hana síðar í
hægri buxnavasann.
— Ætlar að hafa hana við
hendina, hugsaði Borten. Lík-
lega hræddur um að ég ætli að
leika á hann — Ja — það er ekki
hægt viðgerða. Bölvaður asni
get ég verið. Giftast aftur. O,
svei, og það frú Hammer! Svei,
svei... Ánnars ekki svo fráleitt,
en masgefin. Hræðilega masgef-
in.
— Dálítinn kaffisopa, Hamm-
er?
— Þakka, sagði Hammer.
Gæti verið gott — Drakk ekki
kaffi um miðjan daginn, var
dálítið æstur í skapi, hehehehe.
Tók svo bolla í eldhúsinu, sett-
ist og drakk kaffið. Drakk
fleytifullan bolla, svart, þaut á
fætur. — Þetta er prýðilegt,
Borten. Jæja, förum við þá suð-
ur á bóginn.
— Nei, norður, svaraði Bort-
en.
— Mynt og kóróna, sagði
Hammer. Hann tók krónupen-
11
HEIMILISPÖSTURINN