Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 15

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 15
Jane Russell og Louis Hayward í kvikmyndinni „Unga ekkjan“. setja balann í skúrinn, og af- læsa á eftir sér. Púh, húh, sagði Hammer. Kaffi og brauðsneið, Borten? Þeir afklæddu sig í eldhúsinu og skiptu um föt. Ágæt húsa- kynni, Borten, betri en mín. Dá- lítið ruslaralegt. Það kann ég vel við. Svona vil ég hafa það, sagði Borten. — Ég vil ekki láta mála, ég vil hafa borðin eins og þau koma fyrir. Við og við klíni ég dálitlu _af olíu á gólfin. Annað ekki. Ég vil ekki eiga neitt skrauthýsi í skóginum, mér finnst húsið ágætt eins og það er. Ég veiði, lappa upp á bátinn, hegg fáein grenitré. Versti fjandinn að maður skuli ekki geta verið hálft árið. Þú ert hér nokkuð oft, Borten. Hana, þá sagði ég nú, ,,þú“. Það er eins og það sé eitthvað eðli- legra. Það finnst mér líka, sagði Borten, fjandinn hafi annað, auðvita þúumst við. Allt að því mægðir, sagði Hammer, hehehehehe . . . mág- ar. — Hahahahaha, sagði Bort- en. Hláturinn var dimmur. Svo setti hann ketilinn yfir og glæddi eldinn. Fór svo inn í stofuna og kveikti á arninum. Það brakaði og snarkaði í eld- inum. Hann sá út undan sér að Hammer lagði skammbyssuna á eldhúsborðið. — Hún er ekki hlaðin, sagði Hammer. — Ég er ekki viss um það, sagði Borten. — Hræddur? HEIMILISPÓSTURINN 13

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.