Heimilispósturinn - 16.12.1950, Side 17
1
„Guð hjálpi yður, maður! Þér kallið mig þjóf! Og mér, sem hefur alltaf
verið talin trú um það, að ég liti svo sakleysislega út!“
G. K. Cheserton, sem var mjög feit-
ur maður, og Bernard Shaw, sem var
mjög magur, hittust einu sinni.
Chesterson sagði: — I hvert skipti,
sem ég sé þig, dettur mér í hug, að
hungursneyð ríki í heiminum.
Shaw svaraði: — Rétt er það! Og
í hvert skipti, sem ég sé þig, hugsa
ég mér, að hún sé þér að kenna.
*
1 Glasgow bjuggu f jórir bræður og
einn þeirra fór úr landi til þess að
afla sér fjár. Að 20 árum liðnum
ákvað hann að snúa heim aftur,
skrifaði bræðrum sínum og bað þá
að koma og taka á móti sér á járn-
brautarstöðinni. Á járnbrautarstöð-
inni biðu hans þrír menn með sítt
og mikið skegg. Við nánari athugun
sá hann, að þetta voru bræður hans
og heilsaði þeim hjartanlega.
— En hvernig í dauðanum stendur
á því, að þið hafið lagt ykkur til
svona sítt skegg? spurði hann.
Þeir svöruðu einum rómi:
— Þér ferst að spyrja, sem stakkst
af með rakhnífinn.
*
Betlari barði að dyrum húss eins
í Skotlandi og sagði við frúna, sem
opnaði:
— Kæra frú, getið þér ekki lið-
sinnt mér? Ég hef misst hægri fót-
inn.
— Ja, hann er ekki hér,- svaraði
frúin og lokaði hurðinni.
HEIMILISPÖSTURINN
15