Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 23

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 23
Lana Turner Clark Gable. hann sé skepna og kvikindi, eins og sagt er, en hann er góður blaðamað- ur. Fréttin um morðið var ekki nema tvær linur, þegar hún barst Gavin í hendur. Þvottamaður myrtur í íbúð sinni. Einn af þessum leiðinlegu glæp- um fátækrahverfanna. Bóla, sem stíg- ur upp i göturæsi og gefur eitt and- artak til kynna, að það sé lif í skólp- inu. Annað var ekki hægt að sjá af fréttinni. En Gavin var á annari skoðun. Hann kallaði á mig og skýrði mér frá fréttinni með þeim hryss- ingi, sem hann er vanur, þegar hann talar við sér meiri menn. ,,Það er eitthvað á bak við þetta. Þessi frétt leynir á sér.“ Þetta nægir til þess að sýna slóttugheit Gavins.“ Vinur minn ygldi sig, gaut aug- unum til dyranna og drakk blóð óvin- ar síns úr glasinu. ,,Og hvers varztu áskynja, þegar þú komst í Troopstræti?" spurði ég. „Það var þetta venjulega blaður," hreytti McCarey út úr sér. Neiddin- ger lögregluforingi var í uppnámi, þegar ég kom inn í íbúðina. Hann óð um herbergið, bullsveittur eins og afríkönsk brúður. Ég fór að spyrja hann um glæpinn og hann sagði mér, hvað honum þætti dularfullt við hann.“ „1 fyrsta lagi,“ sagði lögreglufor- inginn, „hvernig gat morðinginn kom- izt inn í herbergið, sem var svo ram- lega læst? 1 öðru lagi: Þegar hann HEIMILISPÓSTURINN 21

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.