Heimilispósturinn - 16.12.1950, Side 27
Á takmörkunum!
Svo sem kúnnugir vita, er mjög
slæm lending í Vík í Mýrdal, ef nokk-
uð er að veðri. Eitt sinn var bátur úr
Vestmannaeyjum að lenda þar í all-
miklu brimi og fór þá ekki betur en
svo, að bátnum hvolfdi í lendingunni.
Allir þorpsbúar, sem vettlingi gátu
valdið, hlupu niður í fjöru, til að
bjarga áhöfn, farþegum og farmi
bátsins, og tókst það greiðlega, nema
hvað einn farþeginn, unglingsstúlka,
var all-lengi á floti úti í brimgarðin-
um, áður en hún náðist. Þegar verið
var að draga hana upp úr fjöruborð-
inu, veittu menn þvi eftirtekt, að
einn heimamanna, vasklegur maður
um tvítugt, stóð álengdar með hend-
ur í vösum og hreyfði sig ekki til
hjálpar. Var hann ávítaður mjög fyr-
ir aðgerðarleysið, þegar um líf eða
dauða var að tefla, og þoldi hann
ávíturnar um hríð, en þegar honum
þótti nóg komið, sagði hann með
hægð, en þó nokkuð laundrýginda-
lega, og glotti við tönn:
„Hverjum var það að þakka, að
Gunna flaut?“
*
Einn af prófessorunum við laga-
deild Háskóla Islands var einhverju
sinni að skýra fyrir nemendum sín-
um þýðingu eiðstafs fyrir dómstól-
um. Fór hann mörgum orðum um
þetta efni og hlýddu nemendur á með
mikilli athygli, utan einn, sem starði
sljóum augum út í bláinn, þungt
hugsandi, og virtist utanveltu við
hjalið. Þegar að því kom, að prófess-
orinn útlistaði gildi eiðstafs í barns-
faðernismálum, færðist skyndilega
líf í hinn þungt þenkjandi nemanda,
glampi kom í augun, og hann mælti
upp úr eins manns hljóði — stundar-
hátt:
„Ég sver! Ég sver!“
*
Einn prófessoranna við iækna-
deild Háskóla Islands var einhverju
sinni að ræða við nemendur sína um
framkomu lækna gagnvart sjúkling-
um, og var það einkum tvennt, sem
hann lagði þeim sérstaklega á hjarta.
Annað var það, sem hann kallaði „að
yfirvinna viðbjóðinn". Læknir mætti
aidrei hafa viðbjóð á sjúklingi sín-
um, hver sem sjúkdómur hans væri.
Hitt var: að efla athyglisgáfuna.
Læknir mætti aldrei láta neitt sjúk-
dómseinkenni fara fram hjá sér •—-
með tilliti til sjúkdómsgreiningar. Að
loknu máli sínu tók prófessorinn upp
tilraunaglas með gulleitum vökva í
og mælti:
„Jæja, piltar mínir, í þessu glasi
er þvag úr sykursjúkri konu. Þið sjá-
ið, að ég sting fingrinum ofan í það
og síðan upp í mig: Gerið nú það
sama!“
Síðan rétti hann nemendum glas-
ið og þorðu þeir ekki annað en fara
að dæmi prófessorsins, hversu mjög,
sem þá hryllti við. Þegar glasið kom
aftur til prófessorsins, brosti hann
góðlátlega og mælti:
„Jæja, piltar mínir, þið stóðuð ykk-
ur nú að sumu leyti prýðilega, en
að sumu leyti illa. Það lætur sig svo
sem ekki án vitnisburðar, að þið eruð
búnir að yfirvinna viðbjóðinn. En at-
hyglin var nú svona og svona. Þið
tókuð, til dæmis, ekki eftir því, að
það var sleikifingur, sem ég stakk
ofan í glasið en langatöng, sem ég
stakk upp í mig.
*
Reykvíkingur mætti manni austur
í Ölfusi. Reykvíkingurinn var á mó-
torhjóli, og þótti Ölfusingnum það
furðulegt áhald.
— Hvað heitir 'nú þetta, sem þú
ert á ? spurði Ölfusingurinn.
— Þeir kalla það nú djöflavél fyr-
ir sunnan, svaraði Reykvíkingurinn.
— Og er þá höfðinginn svo sem á
heimleið ? spurði Ölfusingurinn.
*
Strákur ofan af Héraði var í kaup-
staðarferð á Seyðisfirði. Hitti hann
jafnaldra sinn á Seyðisfirði, sem
spurði hann, hvaðan hann væri.
Strákur nefndi bæ á Héraði.
— Er það næsti bær við Helvíti?
spyr Seyðfirðinurinn.
— Óekki, gæzkan, svaraði strák-
ur. — Seyðisfjörður er á milli.
HEIMXLISPÖSTURINN
25