Heimilispósturinn - 16.12.1950, Qupperneq 28

Heimilispósturinn - 16.12.1950, Qupperneq 28
BERNARD STACEY: Líkanið. RlR menn sátu við notalegan arineldinn og töluðu saman. Þeir voru þungbúnir á svipinn og augna- ráðið bar vott um ótta. „Var nokkur ástæða fyrir Nickey að halda að hann hefði gert það ?“ spurði Parker allt í einu. „Hvað — drepið Hugh?,“ sagði Wynch með fyrirlitningu. „Ég er reiðubúinn að sverja að hann gerði það ekki. Við borðuðum saman áður en hann fór að mála. Ég þekki Nickey." „Það geri ég líka,“ sagði Mason og beit í pipumunnstykkið. „Þá veiztu að hann gerði það ekki,“ hélt Wynch áfram með ákefð. „Það er einmitt það, sem ég veit ekki,“ sagði Masop, og lét sig hvergi. Hinir horfðu tortryggnislega á hann og Wynch tók fast um stólbríkina. „Hvað ertu að segja ?“ sagði hann, en Mason svaraði engu. Parker laut áfram og ræskti sig. i,Við erum allir vinir Nickeys," sagði hann rólega, „en þú ert sá eini, sem varst hjá honum þetta kvöld, Mason •— allan tímann. Þú varst líka viðstaddur rannsókn málsins seinna." Honum varð orðfall af geðshrær- ingu. Svo hélt hann áfrarn: „Við vit- um um úrskurðinn, sem felldur var í málinu, en segðu okkur nú hrein- skilningslega — hvað kom fyrir?" Þeir störðu á Mason, en hann leit ekki upp. Hann fyllti pípuna sína. Svo leit hann á þá. „Jæja, ég skal segja ykkur það,“ sagði hann þreytulega, „svo getið þið dæmt um það sjálfir. Ég get það ekki, en — ég verð að segja þetta fyrst, til þess að verja sjálfan mig. Ég er málafærslumaður og starf mitt byggist á því að breyta staðreynd- um í sannanir ■— og það er þvi ekki auðvelt að blekkja mig.“ „Daginn sem Húntsbymálinu lauk á svo eftirminnanlegan hátt, átti ég frí eftir klukkan sex. Ég nennti ekki að fara út og borðaði því einn. En þegar því var lokið og ég hafði ekk- ert fyrir stafni, datt mér skyndilega í hug að heimsækja Nickey. Ég hafði ekki hitt hann í háa herrans tíð, svo að ég fékk mér bíl. Þú heimsóttir hann líka stundum, Wynch?" Wynch kinkaði kolli. „Hann bjó í sama húsi og Hugh,“ tautaði hann. „Já, Hugh bjó beint fyrir ofan Nickey. Takið eftir því. Það er þýð- ingarmikið atriði. Það var gestur hjá Nickey — Charlie Somers; ég hafði ekki séð hann áður. Viðkunnalegasti náungi. Jæja, Nickey var reglulega í essinu sínu. Þeir höfðu verið að stæla við Hugh og hann hafði reiðst, að því er mér skildist. Loks hafði hann rekið þá út og læst sig inni. Við sátum þarna og. reyktum og röbbuðum um seinustu mynd Nick- eys •— nýtízku Dante og Beatrice. Hann var nýbúinn að kaupa sér mannslikan; það var í fullri stærð og með liðamót, og Nickey var afar hrif- inn af því. Hann sýndi okkur hvernig hægt var að setja það í allskonar stellingar. Það er farið að búa til svo eðlileg líkön nú á dögum, að þau eru næstum eins og lifandi manneskjur. Allt í einu var dyrabjöllunni hringt og Nickey fór til dyra. Það var bögg- 26 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.