Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 31
skríkja — hlæja sama djöfulleya
lilátrinum oy við liöfðum heyrt uppi
yfir okkur. „í>að er Hugh,“ öskraði
hann. „Hann er hérna — þarna —
horfið á hann — hann glottir til mín;
hann —“
Mannslikanið hafð fallið aftur á
hak I stólnum og sneri að Nickey.
Hægri höndin var rétt upp.
Hræðslan gerði Nickey herskáan.
„Ég skal láta hann hætta að glotta,"
æpti hann. Hann stökk að borðinu,
þreif langan pappírshníf úr stáli og
þaut að stólnum, en hann hlýtur að
hafa flækst með fótinn í rafmagns-
þræðinum frá lampanum, því að allt
í einu varð niðamyrkur í herberg-
inu.
Ég heyrði þrusk og stympingar,
eins og menn væru í áflogum. Ég
þreifaði eftir slökkvaranum, en var
lengi að finna hann. Þegar mér tókst
að kveikja ljósið, sá ég að Nickey lá
með hnéð á brjósti líkansins og rak
pappírshnífinn í blindu æði í háls
þess. Síðan þreif hann það upp og
kastaði því ofsalega í gólfið.
En þegar það skall niður, heyrðist
jafnframt annar dynkur, eins og eitt-
hvað dytti á gólfið uppi. Við hlupum
til dyranna allir þrir, en Nickey hafði
læst þeim áður, svo að enginn óvið-
komandi kæmist inn.
Við opnuðum dyrnar og þutum
upp stigann. Við börðum að dyrum
hjá Hugh, en enginn anzaði. Þegar
við horfðum gegnum skráargatið,
sáum við að lykillinn var í að innan-
Séra Þorkell Ólafsson, stiftprófast-
ur, orti eitt sinn eftirfarandi vísu við
vin sinn:
Þegar hittumst himnum á,
hvorugur verður móður;
syngja skulum saman þá,
séra Friðrik góður.
Ákvæðavísur.
Hræddu mig ekki Gunna góð,
með geði fínu,
liggðu kyrr í leiði þinu
loftinu komdu ei nærri mínu.
Heilla Gunna, hafðu á þér
hegðun betri,
láttu mig njóta í svörtu setri,
ég söng yfir þér í hríðartetri.
í kirkju.
Kuldinn gerir bláan bjór
á bókaþór við morgunslór,
kraftur er sljór, en fjörið fór,
frjósa skór í Urðakór.
Á vökunni.
Grundarvakan grunar mig
gjöra mun sult í okkar búk,
sjöstjörnurnar sýna sig
suður á móts við Stórahnjúk.
(Magnús Einarsson)
Aðvörun.
Ég sting mér niður og steypi af dás!
stattu ei nærri kona.
Mér er ekki markaður bás,
meir en svona og svona.
(Leirulækjar-Fúsi).
verðu. Dyrnar voru læstar. Eftir
nokkra stund tókst okkur að brjóta
þær upp.
Það logaði ljós í herberginu, en
allt var á tjá og tundri, eins og menn
hefðu verið að fljúgast á. Og á sama
stað á gólfinu og Nickey hafði kast-
að líkaninu lá Hugh — dauður! Blóð
vætlaði úr sári á hálsi hans, á sarna
stað og pappirshnífurinn liafði stung-
ist í líkanið niðri. En við fundum
engan hníf.
Við þögðum allir — Nickey hvísl-
aði aðeins einhverju að dyraverðin-
um, sem hafði komið upp til okkar
og hann fór að sækja lögregluna.
A
29
HEIMILISPÖSTURINN