Heimilispósturinn - 16.12.1950, Blaðsíða 34
HEIMILIS
Kvikmyndaopnan
GAMLA BIÖ:
Fjaðrirnar fjórar
(The Four Feathers)
Ensk stórmynd í eðlileg-um litum gerð
af London Film.
Aðalhlutverk leika: John Clements,
Ralph Richardson, C. Aubrey Smith
og June Duprez.
Kvikmyndin „Fjaðrirnar fjórar“, sem
Gamla Bíó ætlar að sýna innan skamms,
er gerð eftir samnefndri skáldsögu enska
rithöfundarins A. E. W. Mason, en her-
mannasögur hans njóta mikilla vinsælda
í hinum ensku mælandi heimi. Margar af
sögum hans hafa verið kvikmyndaðar, og
sumar oftar en einu sinni.
„Fjaðrirnar fjórar" fjallar um ungan
enskan liðsforingja, sem skerst úr leik
þegar herdeild hans er send tíi vigvail-
anna. Og félagar hans líta á hann sem
heigul fyrir þetta, og senda honum hvítar
fjaðrir til merkis um það, en það er
gamall hermannasiður. Liðsforinginn
kann þessu illa, fer á eftir herdeildinni og
vinnur þá hetjudáð, sem hreinsar mannorð
hans. Þessu efni er fléttað inn í herleið-
arigra Gordons og Kitcheners í Egipta-
landi og Súdan í lok síðustu aldar, eftir
fail Khartoumborgar og myndinni lýkur
með töku Omdurmanborgar. Mikill hluti
myndarinnar er tekin á þeim stöðum þar
sem hún gerist, við Efri-Nil og í eyðimörk-
um Egiptalands og Súdan. Alls tók tvö
ár að gera myndina, sem er ein af f jórum
íburðarmestu kvikmyndum, sem fram-
leiddar hafa verið í Bretlandi. Bræðurnir
Sir Alexander Korda og Zoltan Korda
stjórnuðu töku hennar.
TJARNARBIÓ :
HAFNARBIÖ:
Rakari konungsins
Hammarforsens brus
Aðalhlutverk leika: Bob Hope og Joan
Caulfield.
Monsieur Beaucaire er hirðrakari Lúð-
víks fimmtánda Frakkakonungs og er
hann í mlklu dálæti hjá kónginum.
Beaucaire er ástfanginn í einni af hirð-
dömunum og heitir sú Mimi. Reynir hann
á allan hátt að gera hosur sínar grænar
hjá Mimi en árangurinn er heldur lítill,
því að Mimi hefur aðeins áhuga fyrir
sjálfum kónginum og vill á þann hátt ná
sömu áhrifum og völdum innan hirðarinn-
ar og Madame Pompadour, sem er í þing-
um við konunginn.
Dag nokkum er Beaucaire að máta kápu
konungsins á sér og hefur sett upp maska
hans þegar Mimi ber þar að. Hún heldur
að þetta sé konungurinn og vill gjarnan
sýna honum blíðu sína og tekur Beaucaire
því vel. En þegar sízt skyldi kemur drottn-
ingin að þeim og kemst nú upp um Beau-
caire, en kóngur verður ævareiður og er
Mimi dæmd til útlegðar, en Beaucaire til
þess að missa höfuðið.
Frakkakonungur hafði búizt við árás af
hendi Spánverja og er honum kunnugt
um að flokkur manna þar í landi rær að
því öllum árum að koma á styrjöld við
Frakka, en til þess að koma í veg fyrir
þetta hefur Lúðvík 15. ákveðið að einn
hirðgæðinga hans, De Chandre hertogi,
skuli kvænast Maríu Spánarprinsessu og
er allt undirbúið undir brúðkaupið og
Aðalhlutverð leika: Peter Lindgren,
Inga Landgré og Arnold Sjösterand.
Leikstjóri: Ragnar Frisk.
sendiboði hefur komið frá Spánarkonungrj«___íHammarforsens brus, heitir ný sænsk
riíéð Dooum'a8 Dé cnanare skuli ltoma kvíkmynd, sem tiafnarbíó mun sýna inn-
tafarlaust til Spánar. De Chandre leggur
því af stað ásamt sendiherra Frakka hjá
Spánarkonungi, d’Armand greifa. De
Chandre vill líka gjarnan bjarga Beau-
caire frá fallöxinni, svo að hann tekur
hann með sér, en til þess að hann geti
náð honum úr fangelsinu, verður hann
að skipta á klæðum við hann og Beau-
caire íklæðist fötum hertogans og heldur
brott frá París með mikilli viðhöfn. Á
leið sinni til Spánar tekst De Chandre að
bjarga lífi Maríu prinsessu, án þess að vita
hver hún er, en Spánverjarnir Don Carlos
og Don Francisco höfðu sent hermenn
til þess að ráðast á vagn prinsessunnar
og taka hana af lífi og á þann hátt koma
i veg fyrir fyrirhugaðan ráðahag hennar
og De Chandre. De Chandre lízt strax vel
á þessa stúlku, sem hann hafði bjargað og
ákveður að fylgja henni á leiðarenda og
fyrirskipar Beaucaire að halda áfram að
leika hertogann. Það er vel tekið á móti
Beaucaire við spönsku hirðina og allt er nú
í undirbúningi undir brúðkaupið. Beau-
caire lendir hinsvegar í ýmiskonar ævin-
týrum og sleppur nauðulega með lífið
oftar en einu sinni. Um síðir kemst þó
Don Francisco að því að Beaucaire er ekki
sá sem hann þykist vera, og um svipað
leyti nær hann De Chandre á sitt vald og
varpar honum í fangelsi. Briiðkaupið á
nú að hefjast og Lúðvík fimmtándi og
drottning hans koma frá París.
Mimi er nú einnig komin til spönsku
hirðarinnar, hafði hún flúið þangað eftir
að hún var gerð útlæg frá Frakklandi.
Þegar hjónavígslan er að hefjast, skýrir
Don Francisco frá því, að brúðguminn sé
ótíginn rakari.
AUt fer nú í uppnám og Beaucaire og
an skamms. Aðalhlutverkið leikur einn af
nýjustu leikurum Svía: Peter Lindgren,
en hann lék einnig aðalhlutverkið í „Fóst-
urdóttir götunnar".
Efni myndarinnar er i stuttu máli þetta:
Meðal nokkurra manna, er hafa þann
hættulega starfa með höndum, að fleyta
trjávið niður fljótið, er ungur ofurhugi An-
ders að nafni. Hann er ástfanginn í ungri
stúlku þar i sveitinni, en fósturfaðir henn-
ar, sem hún býr hjá, er mjög á móti
samdrætti þeirra, því hann ætlar sjálfum
sér stúlkuna. Hann leggur fæð á Anders
og það svo mikla að hann sækist eftir
lífi hans. Aðstæða Anders batnar öll
mjög, er hann erfir eitt stærsta óðalið þar
um slóðir, en ásókn hins verður þá enn
meiri. Er barátta þeirra mjög spennandi,
ekki sízt er leikurinn berst í námunda við
hinn hrikalega Hammrafors. Eru úrslitin
mjög svo tvísýn, en að lokum fer allt vel
og elskendurnir ná saman.
Þetta er mjög spennandi mynd, er ger-
ist í afar hrikalegu, en undurfögru um-
hverfi í Norður-Svíþjóðar.
Don Francisco berjast, en Mimi, sem nú
er farin að elska Beaucaire, hleypir De
Chandre úr fangelsinu.
Beaucaire og Mimi flýja og Don Fran-
cisco stekkur aftan á vagninn hjá þeim.
Brúðkaupið fer fram og allt fellur í ljúfa
löð.
Monsieur Beaucaire og Mimi fara til
Bandaríkjanna og setja þar upp fyrsta
flokks rakarastofu. Þar hittum við þau
í myndarlok, þar sem Beaucaire er að
raka George Washington,