Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 8

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 8
SÆMUNDUR ÓLAFSSON: Viðfangsefni dagsins Þótt verkalýðshreyfingin sé orðin voldug í öllum frjálsum löndum og einnig á íslandi, þá eru mál verkalýðsins og alþýðuhreyfingarinnar ávallt mjög háð því hvernig stjórn ríkisins tekst á hverjum tíma. Þess vegna verður að gera sér grein fyrir stjórnar- háttum í þjóðfélaginu um leið og rædd eru mál verkalýðshreyfingarinnar, ef fást eiga viðhlítandi niðurstöður. Það er álit flestra, sem fást við verkalýðsmál að verkalýðnum sé nú meiri vandi á höndum heldur en nokkru sinni áður á síðasta áratug. Þrátt fyrir að auður þjóðarinnar hefur vaxið gífurlega, atvinnu- tækin verið aukin stórkostlega til sjós og lands og þróttmikil nýsköpun atvinnuveganna sé í fram- kvæmd, er hagur alþýðunnar næsta bágborinn. Auð- söfnun landsmanna hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá alþýðunni við sjóinn. Kaupmáttur laun- anna fer minnkandi. Bæjar- og sveitarfélög leggja æ þyngri byrðar á verkamennina. Til þess að geta greitt útsvörin og aðra skatta til ríkis og bæja verða verkamenn að spara við sig mat og fatnað, og leggja allan munað á hilluna. ' Þetta ástand getur el^ki hafa skapazt á mjög skömmum tíma, heldur hlýtur það að eiga dýpri rætur í þjóðfélaginu. Enda er það svo. í ársbyrjun 1942 sat að völdum ríkisstjórn, skipuð þröngsýnum mönnum, sem vildu varna því að al- þýðan fengi sinn hlut af batnandi fjárhag þjóðar- innar, þessi ríkisstjórn lögbannaði allar kjarabætur verkalýðsins. Eins og vænta mátti braut alþýðuhreyf- ingin af sér „þrælalögin“ og einstök verkalýðsfélög hófu þegar baráttuna fyrir bættum kjörum. Um hríð sat við völd umkomulaus utan þing stjórn. Á hennar valdatímum fór flest illa úr hendi eins og vænta mátti þar, sem alþingi studdi hana ekki, en alþýðan í landinu skoðaði hana, sem sjúk- leikamerki í opinberu lífi og hugir manna snerust mest um það að koma á stofn þingræðisstjórn. Að lokum var svo utanþingsstjórnin leyst af hólmi af ríkisstjórn Ólafs Thors í okt. 1944, sú ríkisstjórn sat að völdum þar til í febrúar 1947 eða 28 mánuði. í þessari ríkisstjórn sátu kommúnistar, sem kunnugt er og fór kommúnistinn Áki Jakobsson með atvinnu- málin. Þegar ríkisstjórn Ólafs Thors tók við völdum, hafði þjóðin fullar hendur fjár, og var það notað að nokkru til að grundvalla nýsköpun atvinnuveg- anna. En geysimiklu fé var varið í allskyns mistök og fálm, svo ekki sé kveðið dýpra að orði. Á þess- um árum mynduðust samtök á milli nokkurs hluta atvinnurekendavaldsins í landinu og kommúnista, sem þá réðu Alþýðusambandinu. Þessi mistök voru grundvölluð á þeirri megin reglu, að verzlunin skyldi ekki háð neinu opinberu eftirliti. Þannig að kaup- mannavaldið hefði óbundnar hendur og að launum verkalýðsins skyldi haldið niðri, þannig að kaup- gjald yrði jafnan mjög lágt og vinnudagur verka- manna héldi áfram að vera langur. Vegna þessa samkomulags brugðu forvígismenn verkamannafélagsins Dagsbrún, fæti fyrir allar kjara- bætur til handa verkamönnum og var þá öðrum félögum ókleyft að bæta sína samninga þegar stærsta verkamannafélagið hafðist ekki að. Á valdatímabili Ólafs Thors óx dýrtíðin hröðum skrefum, gerðar voru ýmsar ráðstafanir til að stíga í vænginn við vísitöluna þannig að hún hætti að gefa rétta hugmynd um dýrtíðina. Stórkaupmönnum fjölgaði gífurlega. Allskonar skran og óþarfi var fluttur inn í landið, gjaldeyri var sóað gegndarlaust, í ferðalög þörf og óþörf. Fjárflótti út úr landinu mun hafa verið mikill á þessum árum. Þegar Danmörk opnaðist eftir hernám nasista, var mikið af glingri og óþarfa vörum sem keyptar höfðu verið fyrir doll- ara, selt til Danmerkur og andvirðið lagt þar inn á reikning íslenzkra manna og var það einn liður í fjárflóttanum. Miklu af byggingarefnum, sem flutt var inn var varið til bygginga á stóríbúðum, sem leigðar eru með okurleigu. Verðlagseftirlitið var mjög slælegt og verzlunar- álagningin, sem leyfð var, var óhæfilega há. Þegar stjórn Ólafs Thors fór frá völdum var búið að taka upp niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum og á miklum hluta af sjávarafurðum einnig. Á meðan allt þetta gekk yfir þjóðina var verka- lýðurinn hnepptur í f jötra af kommúnistum, sem lágu 36 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.