Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 9

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 9
á kjarabótum fólksins. Kaup verkamanna og verka- kvenna var því mjög lágt þegar farið var að gera tilraun til að stöðva dýrtíðina. Dýrtíðarlögin komu því mjög þungt niður á snauðasta almenningnum, sem aldrei í öllu þessu peningaflóði hafði borið meir úr býtum en nauðþurfta laun. Hér hefur verið stiklað á stóru um það ófremdar- ástand, sem ríkt hefur í þjóðmálum íslendinga á undanförnum árum. En afleiðingin af músarholu- sjónarmiðspólitík Hermanns Jónassonar og hans nóta, ábyrgðarleysi Ólafs Thors og annara auðjöfra, samfara skemmdarstarfsemi og sviksemi íslenzkra kommúnista í verkalýðshreyfingunni er nú komin fram á þjóðinni. Samfara aflabresti og margþættri óáran hafa „syndir feðranna komið fram á niðjunum". En þótt þannig syrti í álinn um stundarsakir, er ástæðu- laust fyrir íslenzka alþýðu að vera með nokkuð hug- arvíl. Á síðasta ári tókst hinum ábyrgu lýðræðis- öflum í verkalýðshreyfingunni að sameinast um það að ýta kommúnistum til hliðar og bindast samtök- um um stjórn A. S. í. Þessi samvinna hefur gefizt mjög vel. í þessari samvinnu liggur möguleikinn í framtíðinni fyrir því að hægt verði að breyta um stefnu og létta af alþýðunni þeim drápsbyrðum, sem sviksemi og ábyrgðarleysi valdhafanna í A. S. í. á undanförnum árum hefur leitt yfir þjóðina. 21. þingið markaði skýrt stefnuna í dýrtíðar og atvinnumálunum. í anda þeirrar stefnu verður að vinna og færa hana nánara út eftir því, sem hentast reynist. Nú verður að gera kröfur til þess að horfið verði af þeirri braut í skattamálum að þrautpína fátæka alþýðumenn með útsvörum og tekjusköttum á sama tíma og stærstu verzlunarfyrirtækin í land- inu eru svo að segja skattfrjáls og ýmsum efnamönn- um er gert kleyft að koma undan skatti verulegum hluta af tekjum sínum. Niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum og verðlag þeirra verður að miða við það að bændur hafi sam- bærilega lífsafkomu við annan verkalýð í landinu og við það að landbúnaðurinn sé rekinn með við- unandi vinnuaðferðum. Styrkurinn til bátaútvegsins verður að vera bund- inn því skilyrði að bátarnir séu ekki látnir standa straum af neinu öðru en eðlilegum kostnaði við út- gerðina. Hætta verður um stundarsakir að nota byggingarefni í aðrar íbúðarbyggingar, en verka- mannabústaði og samvinnubústaði og sjá verður byggingarfél. verkamanna fyrir starfsfé. Húsaleigu- okrið verður að afnema og taka húsaleigumálin föstum tökum og koma upp húsaleigusjóði til leigu- jöfnunar. Söluskattinn verður að færa yfir á þá sem selja vörurnar. Tryggja verður það, að fatnaðarefni, sem flutt er inn í landið verði afgreitt til neytendanna ósaumað, þannig að sú milliliðastétt, sem myndast hefur á síðari árum og græðir stórfé á því að sauma í hend- urnar á húsmæðrum verði óþörf, en kvenþjóðinni fengið efnið í hendurnar ósaumað, svo hægt sé að drýgja tekjur heimilanna með heima-saumi fata eins og jafnan hefur verið venja hjá alþýðukonum. Skömmtunina þarf ekki að rýmka en gæta verður þes að skömtunarvara sé til fyrir innkaupaheimild- um og að vörum sé dreift um allt land en ekki látn- ar ganga aðalega í verzlanir í Reykjavík og á öðr- um stærri kaupstöðum. Ef nauðsyn krefur, til þess að halda uppi fjárhag ríkissjóðs, að viðhalda hinum háu tollum, þá verða tollar af öllum eðlilegum nauðsynjavörum að afnem- ast og þess í stað hækka tolla á ónauðsynlegum vör- um og munaðarvörum til að bæta ríkissjóði upp það tollatap, sem hann yrði fyrir vegna afnáms tolla á nauðsynjavörum. Ýmis önnur ráð má finna til þess að auka kaup- mátt launanna, þótt þau séu ekki rakin hér. En verði ekki nú þegctr vikið af þeirri stefnu, sem ríkt hefur að láta dýrtíðina mæða á láglaun- uðum verkalýð, verður verkalýðurinn að nota heimildina frá 21. þinginu og hækka allt grunn- kaup að minnst kosti hjá öllum lægstlaunuðu stétt- unum til dæmis verkamönnum, verkakonum og ófaglærðu iðnaðarfólki. Þetta samfara uppbygg- ingarastarfi í verkalýðsfélögunum eru viðfangs- efni dagsins, sem stjórn A. S. í. vill fylkja öllum verkalýð um. Úr Blágresi og brenninetlum Lars August og nágranni hans eru að ræða um gin- og klaufnaveikina. Lars August: — „Ja, ég hef nú ekki trú á að gin og klaufnaveikin sé eins hættuleg og þeir láta í blöðunum. Eg man eftir mér á yngri árum. Þá var ég með gin og klaufnaveiki á hverjum einasta sunnu- dagsmorgni eftir dansinn á laugardagskvöldið." Prédikarinn Salmén er að prédika og Ies úr Mark- úsarguðspjalli um Símon og Andrés: „Og þeir yfir- gáfu strax net sín og fylgdu honum.“ Matts gamli, hneykslaður: — Yfirgáfu þeir netin? Og það hafa kannski verið ágætis net. Kannski al- veg ný? VINNAN S7

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.