Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 11

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 11
Þeir setjast, og bítiborðsstúlkan færir þeim svart kaffi. — Ertu alveg hættur að mála? spyr yfirveitinga- þjónninn, og réttir Brjáni vindling. . — Bæði já og nei, svara Brjánn. — Nú, ekki alveg hættur? — Það er rúmt ár síðan ég flutti úr vinnustof- unni. Auðvitað geymi ég málverkin, og tvö þeirra hef ég frammi við — á grindinni, meina ég. Já og ég gríp í þau stundum ef illa liggur á mér. — Var þetta ekki fljótfærni í þér — þú varst efni- legur, hefur mér verið sagt — — Ég vil eignast peninga, kaupa Giljakot aftur — og byggja þar upp framtíðarheimili mitt. En ég neita því ekki, að mér þykir oft gaman að grípa til penslanna. — Vel trúi ég því — og spila svolítið á píanó — og mér finnst unun að því — þó mér leiðist vælið í tiðlaranum. — Ég á þér mikið að þakka, Knútur. Heldur þú að kjötsagan sé gleymd? Og nokkrir veitingaþjónanna senda mér háðsglósur. — Ég hefi orðið var við það, en þú verður að þola þær. Ég get ekki séð að þú sért neitt lakari þjónn heldur en sumir þeirra. En þeir vilja samt ekki taka þig í félagið, en það getur lagast. — Er það nauðsynlegt fyrir mig að komast í félag- ig? Ég ætla ekki að gera þetta að lífsstarfi eins og þú veizt, en auðvitað mega þeir ekkert um það vita. — Nei, blessaður láttu það hvergi heyrast. II. Á veitingahúsum er sjaldnast gott næði til rök- ræðna, þó á dauðatímanum sé. Og nú heyrist kulda- hlátur frammi í anddyrinu, og í sömu svifunum birt- ist velþekkt persóna í dyrunum, umsjónarmaðurinn með gylltu hnappana. Maðurinn glennir sig og hlær um leið og hann segir: — Vaknið blækur, ha — hafið þið heyrt það nýj- asta? Þeir líta upp en svara honum ekki. Og hann heldur áfram: — Abessínumenn eru farnir að éta ítali með húð og hári — húð og hári, sem ég er lifandi. Brjánn stendur upp og horfir á umsjónarmanninn um leið og hann segir: — Þú ert fífl og ættir að verða keflaður. — Þú ert ekki að kjaga með stóla núna, svarar umsjónarmaðurinn — og heldur þig öruggann undir vernd Baunans, bætir hann við. — Ég hef íslenzkan ríkisborgararétt, segir Knútur með stillingu. SigurSur Gröndal — Og íslenzkan rúmfélaga, svarar hinn glottandi. — Áttu nokkuð erindi? spyr Knútur. — Já, það er party, sóffaborð, dívan lasm — sex stórir kvöldverðir og skúm. — Þakka þér fyrir, en hvað er nafnið, og klukkan hvað er þetta? — Tómas Bárður kandidat í guðfræði og tilvon- andi tengdasonur séra Jórmundar, og auðvitað eftir- maður hans við kirkjuna, ánægður — hvað? — Já, en er nokkuð sérstakt í sambandi við mat- inn? — Nei — ekki annað en það, að Hrafnhildur dótt- ir séra Jórmundar er heiðursgesturinn — glæsileg kona Hrafnhildur. — Þú ert ágætt fréttablað — og það skal verða tekið vel á móti þeim. — Við skuhim vona það. Svo snýr umsjónarmað- urinn fram, en nemur staðar fyrir framan spegil í forstofunni — og grettir sig. — Þú ert hugsi Brjánn, segir yfirþjónninn, þig grunar þó ekki hvað ég hef í hyggju? — Nei, hvernig ætti það að vera? En ég skal segja þér, ég var að hugsa um prestshúsið, þú veizt að ég bý þar á loftinu. — Já ég veit, og það fer einmitt vel á því, ég hafði ákveðið að skreppa frá í kvöld. — Einmitt, já. — Og biðja þig að taka partyið — þú gerir það. — Það kalla ég upphefð fyrir mig — hvað heldur þú að þjónarnir segi? — Það fer sem vill, þú sérð um þetta fyrir mig Brjánn. — Já, ég er mjög glaður yfir því - ég skal gera mitt bezta. — Ég á svo eftirleikinn við þá — vertu bless — — Bless Knútur góða skemmtun. VINNAN 39

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.