Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Page 12

Vinnan - 01.03.1949, Page 12
Einn nýsköpunartogarinn, Ingólfur Arnarson, kem- ur inn á innri höfnina, skreyttur fánum. III. Dauði tíminn á talmáli veitingaþjónanna, þýðir hvíldartími í daglegum önnum þeirra. Á þessum tíma sem er milli klukkan fimm og sjö safnast þeir saman í litlum sal og njóta lífsins. Frjálsir menn, algerlega óháðir gestunum. Það er ekki alltaf sérlega merkilegt, sem ber á góma á þessum frístundum þeirra. Oftast er það græskulaust rabb um allt og ekkert, eins og gengur hjá flestu vinnandi fólki. Þó er um þessar mundir vaknaður áhugi þeirra fyrir málefnum stéttarinnar, eins og þeir komust einu sinni að orði. Þegar Brjánn, fyrir hálfu ári síðan, fékk atvinnu á þessu veitinga- húsi, voru þeir allir á móti því — eins og einn maður. Jói sagði: — Knútur gefur skrattann í samtök okkar, við þurfum að gefa honum ráðningu. Bjössi sagði: — Já, það er alveg satt, Brjánn átti ekki að komast hér að — það ganga þrír félagsmenn atvinnulausir. Dóri sagði: — Nú já — þrír atvinnulausir, látum þá eiga sig — við þekkjum þá allir, þeif hafa verið hér. En það þurfti ekki að bæta neinum við þó Gústi væri rekinn, þetta er ekkert sem við höfum að gera. Kári sagði: — Alveg rétt, ekkert að gera, og svo á félagið að ráða hverjir fá atvinnu, það má ekki líðast lengur að fúskarar séu teknir fram yfir mennt- aða menn i faginu. Brjánn þessi er fúskari, sem dundar með liti — og var fyrir mörgum árum rekinn fyrir kjötþjófnað. Dóri svaraði: — Það kemur félaginu ekkert við — og þó hann máli í frístundum sínum, þá er bara gaman að því — ég safna eldspítustokkum, — já — hitt er aðalmálið — við vorum nógu margir, það er nefnilega það. — Þetta var þá — Nú hefur Brjánn áunnið sér traust og vinsemd margra þeirra sem voru honum mótfallnir. Og í dag er Brjánn aftur á dagskrá, og tilefnið er að Knútur setti hann á sína stöð í kvöld, og fannst þeim eldri gengið fram hjá sér. Jói segir: — Nei, nú gengur Knútur einum of langt — þessu verðum við að mótmæla. Bjössi svarar: — Það er of seint, Knútur er farinn. Þeir láta fara vel um sig veitingaþjónarnir, sitja þægilega, sumir með fæturnar uppi á borðunum. Þeir reykja, drekka kaffi, aðrir panta bjór. Brjánn kemur inn til þeirra og spyr eftir Knúti, þeir taka honum fálega en glotta. Kári segir: — Ætli þú vitir ekki bezt sjálfur hvar hann er? Eða kvaddi hann þig ekki? Brjánn svarar: — Ágætt, þetta skiftir engu máli, ekki þarfnast ég hans svo. Brjánn fer fram, en þeir reka upp stór augu. Jói segir: — Hver þremillinn, hann er bara frekur! Kári segir: — Við lægjum í honum rostann — ætli ekki! Dóri segir: — Blessaðar hetjurnar, ósköp ganga á? Svo hlæja þeir allir upp í glerloftið. 40 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.