Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 13
SÆMUNDUR ÓLAFSSON: Á vinnustað II. Á vertíðinni í Það er dmngi í lofti og gengur á með hvössum hryðjum af suðri. Vegurinn er ósléttur og blautur, leir og forarleðja gengur yfir jeppann, svo að hann líkist meira moldarbarði en nútíma farartæki. Þó er haldið með 40 km. hraða á klst. út Garðinn og beygt til vinstri veginn, sem liggur til Sandgerðis. Á hægri höndina er Garðskagavitinn hár og tígulegur. Á ströndinni sem beygir til suðvestur frá vitanum er Miðnesbyggðin á ræktaðri ræmu með sjónum, fyrir ofan túnin er heiðin uppblásin og gróðurlítil. Nú verður ekki séð að þetta land geti með land- kostunum einum framfleytt búpeningi með sömu á- gætum og þegar Hafur-Björn byggði á Hafur-Bjarna- stöðum, því þá var, sem yxu þar tvö höfuð á hverj- um grip. Enda er víst útdauður kynstofn bóndans á Hafur-Bjarnastöðum. Vegfarandinn sér að jafnaði lítið til búpenings Suðurnesjabóndans þó um veginn sé ekið, að undan- teknum útigangshrossunum, en af þeim er mikið á Suðurnesjúm. Þótt Suðurnesjamenn hafi verið góðir bændur allt frá tíð Molda-Gnúps og Hafur-Bjarnar til þessa dags þá hafa þeir þó verið jöfnum höndum og skör fram- ar sjómenn. Þeir hafa átt auðsæld og lífsöryggi mest undir sjónum, enda hafa þeir verið og eru afburða sjómenn og sjósóknarar. Þegar til Sandgerðis kemur er þar líf og fjör, bátarnir eru að koma úr róðri, sjómenn halda heim til sín eða í verbúðirnar að loknu dagsverki, en landmennirnir taka til starfs. Hvarvetna getur að líta merki afla og sjósóknar. Næst sjómönnunum setja útigangshrossin mestan svip á þorpið við fyrstu sýn. Þau standa í slorhaug- unum og gauða á fiskúrganginum eða híma undir húsveggjum og skúrum, loðin og þunglyndisleg á svipinn. Yfir hafinu og flæðarmálinu flögrar hvít- fuglinn í hundraða og þúsundatali. Bátarnir eru að leggjast við bryggju að afloknum róðrinum. Verzl- anirnar eru fullar af vermönnum sem koma til að kaupa nauðsynjarnar. Þetta eru veðurbarnir og vask- legir menn klæddir skjólgóðum vinnufötum. Þeir eru glaðlegir og frjálsmannlegir, þeir taka djarf- mannlega undir við aðkomumanninn, segja aflafrétt- irnar í stuttu og skýru máli. Aflinn er lítill í dag, erlendir togarar 40—60 talsins hamast á bátamiðun- um, með þeim afleiðingum að aflinn hefur minnkað úr 25—40 skippund í róðri niður í 6—20 skippund á bát. Ég ek fram á bryggjuna þar sem bátarnir liggja. Einn þeirra er Hrönn G. K. 240, 34 smálestir, byggð- ur 1944. Eigendur hans eru 9 alþýðumenn, sem flestir vinna við bátinn. Það er lágsjávað. Á bryggjunni stendur vöru- bifreið, nokkrir menn eru að draga lóðarbala upp úr „Hrönn“ og raða þeim á vörubifreiðina. Það eru landmennirnir frá bátnum. Ég tek Karl Bjarnason tali, hann er land-formaður við „Hrönn". Þegar ég hef spurt hann um aflabrögðin og við höfum skifzt á almæltum tíðindum, stígur hann upp í jeppann og við ökum á eftir vörubifreiðinni, sem heldur nú upp bryggjuna áleiðis í beitingarskýli þeirra Hrann- ar-manna. Þegar þangað kemur er verið að losa lóða- balana af bifreiðinni. Þeim er skotið inn í byrgið og nafn einhvers landsmannsins kallað upp við hvern bala. Lóðirnar eru merktar á ýmsan hátt þeim land- mönnum, sem beittu þær síðast. Þeir taka nú hver sinn bala. Þegar tóm vinnst til beitingarinnar tekur hver sitt bjóð og beitir.. Ef einhver dregst aftur úr vegna mikillar flækju á lóðinni hjálpa hinir honum, þannig að allir vinna jafnlengi við beitinguna án tillits til vinnuhraða. Landmennirnir eru 7 við hvern bát. Þeir taka lóðirnar upp úr bátnum að loknum róðri, beita þær og koma þeim um borð áður en næsti róður hefst. Þeir taka við aflanum við skips- hlið og láta hann upp á bifreið, sem ekur honum í aðgerðarkróna, þar taka þeir fiskinn, slægja hann svo, og koma honum aftur upp á bifreið, sem ekur honum á bryggjuvigt, þar er hann veginn áður en hann er lagður inn í hraðfrystihúsið. í beitingarbyrginu er glatt á hjalla, piltarnir eru allir á bezta aldri glaðværir og handtakagóðir. Ég spyr þá að nafni en gleymi nöfnunum fljótt aftur, einn nefna þeir þriðja stýrimann í glensi, hann heitir raunar Sigursveinn Björnsson glaðlegur unglingur hár beinn og karlmannlegur, annan nefna þeir rek- netakokk en hann heitir Baldur, hefur mikið bjart VINNAN 41

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.