Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Page 14

Vinnan - 01.03.1949, Page 14
íiár stórt, laglegt og karlmannlegt andlit, kvikkar hreyíingar og stórar vinnulegar hendur. Gæftaleysi og yfirgangur erlendu togaranna virð- ist ekki hafa raskað geðró þeirra. Ég spyr um nafn formannsins á Hrönn. Hann heitir Þórhallur Gísla- son, ágætur aflamaður. Sjómennirnir á bátnum eru 5, skipstjóri, stýrimaður, vélstjóri og tveir hásetar. Allir félagarnir 12 að tölu eru á aldrinum 20 til 50 ára, gjörfilegir menn og dugnaðarlegir, þeir eru allir úr Sandgerði nema einn, hann er af „vondu fólki“ kominn, að mati séra Árna og Þorbergs, en er þó þeirra beztur félaganna að þeirra eigin sögusögn. Um þetta leyti árs er róið um miðnættið. Ut á miðin er haldið með fullri ferð, það er eins og hálfs til þriggja tíma ferð hvora leið. Um fjörutíu bjóð af lóðum er lagt í róðri. í hverju bjóði eru 400 öngl- ar, svo að það er ekkert smáræði, sem lagt er í hafið á hverjum degi. Þeir í Sandgerði nota gamla síld til beitu, sem geymd hefur verið frá síðustu vetrar- vertíð. Einnig hefur borist þangað norsk síld. Ekki þykir sjómönnum hún álitleg beita, því hún er mög- ur, en óskemmd er hún. Úr róðri er komið venjulega um fjögur til fimm á daginn. Sjómenn losa þá afl- ann í kassa, sem fiskurinn er tekinn upp í á bifreið, ef útlit er fyrir róðri næsta dag eru lóðirnar látnar um borð strax þegar búið er að losa fiskinn. En ef tvísýnt er veður taka sjómenn lóðina um leið og róið er. Dagsverki sjómannsins er lokið, klukkan sex til sjö á kvöldin. Vinnudagur þeirra er því býsna lang- ur eða 16—20 klukkutímar þegar staðið er í róðrum. Vinnudagur landmanna er einnig langur. K1 sex að morgni byrja þeir daginn með því að beita lóðirnar fyrir næsta róður. Síðan vinna þeir að ýmsu sem sjósókninni við kemur þar til báturinn kemur úr róðrinum. Þá sækja þeir lóðirnar og aflann um borð og koma honum á sinn stað. Þá hefst aðgerðin. Karl segir að þegar gæftir eru og sæmilegt veður, sé vinnutími landmanna frá kl. sex á morgnana til mið- nættis með litlum hvíldum. Vinnudagur þeirra er því allt að átján klukkustundir. Ég spyr um kaupið fyrir alla þessa miklu vinnu. Kaupið er einn hlutur til hvers manns og aukahlutir til yfirmanna. Þegar fáir eru róðrar og dável aflast er hásetahlutur kr. tólf úr hverju skippundi. Hrönnin hefur veitt á þess- um vetri 340 skippund frá 12. jan. til 3. marz. Venjulega hefst vetrarvertíðin í Sandgerði um áramót, en að þessu sinni hófust róðrar ekki fyrr en eftir 12. jan. vegna verkfalls útgerðarmanna, þeim fanst, sem kunnugt er, aðstoðin sem þeim var veitt með dýrtíðarlögunum frá síðustu jólum ekki nægi- leg, og stöðvuðu því flotann til þess að reyna að fá meiri aðstoð. Þessi stöðvun kosta Sandgerðisbát- Vélbáturinn Hrönn ana fjóra til fimm róðra og að sjálfsögðu nokkurn afla. Beitingarskýlið er timburhús, kalt þegar frost eru. Upphitunartæki eru frumstæð og verða því menn oft að bjargast við líkamshitann og hamast við vinnu til að halda á sér hita. Á skýlisveggnum hangir ábót á línuna og nýjar lóðir, hnífar standa í slíðrum. Á loftbitunum hanga uppihöld, bambusstöngum og lóðarbelgjunum er komið fyrir í rjáfrinu. Allt er þarna frumstætt og lítill nýsköpunarbragur á húsakynnum og aðbúnaði manna. En piltarnir segja að heilsu- farið sé ágætt og samlyndið með afbrigðum gott, vinnugleðin er sjáanlega mikil og traust félaganna á formanni bátsins einnig, samheldni félaganna er mikil. Að gefnu tilefni spyr ég um þvottaskálar, rennandi vatn, og salerni. Og svarið er: Engar þvottaskálar eða hreinlætistæki. Einn kamar var niður á bryggju til afnota fyrir verfólkið en hann fór í sjóinn í einum útsynnings ruddanum í vetur og munaði minnstu að vermaður nokkur yrði honum samferða. Síðan hefur ekkert náðhús verið til afnota fyrir sjó- menn og ráðskonur þeirra. Við Karl fylgjumst heim í verbúð þeirra Hrann- armanna. Hún er í að minnsta kosti 40 ára gömlu timburhúsi, uppi á lofti. Verbúðir tveggja skips- hafna liggja saman og eru dyr á milli þeirra. Kola- kynnt eldavél er í hverri búð, á þeim er matreitt í skipshöfnina og búðin hituð upp með þeim. Þegar frost eru, frýs allt í stokk inni í búðinni, ef kulnar í eldavélinni. Það verður því að kynda þar dag og nótt, ef líft á að vera sakir kulda. í frostunum í vet- ur, kulnaði eldurinn í vélinni eina nóttina og sprakk þá vatnsleiðsla, sem liggur innan á búðarveggnum, með þeim afleiðingum, að einn félaganna, Einar Sig- 42 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.