Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 15
urðsson að nafni, vaknaði við það að kalt vatnið sireymdi yfir hann í rúminu. Þess skal getið, að það er fágætur munaður í búð- um í Sandgerði, að hafa rennandi vatn inn í sjó- búðunum. Venjulega er einn vatnskrani frammi á gangi í verbúðunum, til afnota fyrir alla íbúendur húsanna. Verbúðin er björt, en ekki rúmgóð, laust borð er á gólfinu og hvílurúm fyrir 8 menn. Rúm- in eru í tveim hæðum, hvert upp af öðru. Enginn fataskápur er í búðinni og engin þægindi önnur en vatnið, og rafmagnsljósið frá Sogsvirkjuninni. En þarna er hreinlega um gengið, þótt allt vaði út í óhreinindum fyrir utan húsið og stiginn upp á loftið sé grútskítugur, er verbúðin mjög hreinleg, enda taka vermennirnir alltaf af sér skóna, áður en þeir stíga yfir þrepskjöldinn. En stærstan þátt í hreinlætinu á þó ráðskonan, Erla Axelsdóttir, borg- firzk bóndadóttir, rúmlega tvítug, eftir útliti að dæma, þokkaleg og mjög snyrtileg stúlka. Hún lætur allvel yfir vistinni í verinu, þrátt fyrir langan vinnudag. En vinnudagur hennar hefst kl. átta að morgni og er oft ekki lokið fyrr en um mið- nætti. Kaupið er um þúsund krónur á mánuði og frítt húsnæði, ef ráðskonan sefur í verbúðunum, sem er mjög algengt, en Erla leigir herbergi úti í þorpinu og verður að greiða það sjálf. Samanborið við kjör margra ungra stúlkna virð- ist atvinna og kjör Erlu ekki freistandi. En hún er sjálfstæð í starfinu og á við engan að deila. Hún tekur virkan þátt í atvinnulífinu, og er þar á verð- inum, sem mest er þörfin fyrir starfskrafta hennar, fyrir það ber henni óskorað þakklæti. I verbúðinni rabba ég um stund við fólkið. Karl segir að verbúðin og allur aðbúnaður vermanna í Sandgerði sé afleitur, en öllu verra sé þó hafnleysið. Hann segir að byggja þurfi bátahöfn og koma upp bryggju, sem tíu til fimmtán bátar geti athafnað sig við í einu. Hreppurinn hefur áætlun á prjón- unum um hafnarbyggingu, en fé vantar til fram- kvæmdanna. Þá berst talið að skemmtanalífinu á vertíðinni. í landlegunum eru haldnir dansleikir, og kvik- myndir eru sýndar, þegar henta þykir. Skemmtanir eru haldnar í samkomuhúsi knattspyrnufélagsins Reynis og á félagsins reikning. Leikfélag er starfandi í Sandgerði. Formaður þess er Páll Gunnarsson, bif- reiðarstjóri. Leikfélagið sýnir oft ýmsa sjónleiki, og nýtur mikilla vinsælda. Helztu leikkonurnar eru: Guðrún Sumarliðadóttir, Svala Karlsdóttir og Mar- grét Pálsdóttir, svo nokkrar séu nefndar. Á leiðinni út úr þorpinu kem ég við í aðgerðar- húsi þeirra Hrannarmanna. Það er stórt timburhús, í sama stíl og flest eldri fiskihús eru. Hrönn hefur yfir að ráða fiskkró við annan útvegg hússins. Inn um stórar dyr er fiskinum steypt inn í króna af bif- reiðinni. Landmenn eru byrjaðir að gera að aflan- um, tvö flatningsborð standa við fiskkróna og út frá þeim stórt vatnsker. Maður stendur í fiskkrónni og réttir fiskinn, með sting upp á flatningsborðin, til þeirra sem slægja hann. Tveir menn standa sín hvoru megin við borðin, annar ristir fiskinn á kvið- inn og sker sundur kútmagann, fram við tálknið, hinn biltir innyflunum út úr kviðnum og fleygir fisk- inum í vatnskerið, hann aðskilur slorið, lætur gotu og hfur í körfur, en flegir úrgangnum á gólfið. í vatnskerinu er rennandi vatn, í því er fiskurinn þveg- inn og síðan settur upp á bifreið og fluttur í hrað- frystihúsið. Það er unun að horfa á handbragð aðgerðarmann- anna. Handtökin eru fumlaus en örugg og vinnu- hraðinn er geysi mikill, hver þorskurinn á fætin- öðr- um rennur viðstöðulaust úr krónni í gegn um hreins- unareldinn, á flatningsborðið og niður í þvottakerið. Aflinn er um 15 skippund og tveggja tíma aðgerð, segir Karl. Þegar ég hef staðið um stund og horft hugfang- inn á vinnubrögðin og piltarnir hafa fyllt poka af kútmaga, lifur og ísu, sem þeir gefa mér í „nestið", kveð ég þessa starfsglöðu dugnaðarmenn, óska þeim góðs afla og góðra stunda, set mig inn í jeppann og legg af stað heim á leið, ánægður yfir því að hafa fengið að dvelja litla stund á meðal mannanna, sem vinna ótrauðir að því að draga björg í bú ís- lenzku þjóðarinnar, manna, sem með starfi sínu leggja grundvöllinn undir alla okkar velmegun, en eru nú góðu heilli orðnir þess megnugir að heimta „skerf sinn og skammt“, til jafns við aðra borgara þjóðfélagsins. Úr Blágresi og brenninetlum Aðkomumaður spyr Matts í Vesturbotnum hvort hann hafi trú á spádómum og þess háttar. Matts: — „Eg Þúi engum spádómum, því að dótt- ur okkar var spáð að hún mundi aldrei eignast barn, og hún treysti því — og nú situr hún uppi með tvö.“ -O- Andersson, Karlsson og Jóhannsson, gamlir vinir, hittast af tilviljun. Þeir eta og drekka saman og fylgjast síðan að heimleiðis. Andersson: — „Heyrðu. Þekk-hik-ir þú Petter-hik- son?“ Johansson: — „Ne-hik-ei. Hvað heitir hann? Hik.“ Andersson: — „Það má fja-hik-andinn vita.“ VINNAN 4S

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.