Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Síða 16

Vinnan - 01.03.1949, Síða 16
HLLBJÖRN HALLDÓRSSON: Verkalýðssamtökin mega ekki vera pólitísk Eftirfarandi grein birtist í félagsblaði prentara- félagsins, Prentaranum 5.-6. tbl. 1948. — Þar sem vitað er að Prentarinn kemur fyrir fárra sjónir, en grein þessi hin athyglisverðasta, þótt ekki verði allir henni sammála, hefur þótt rétt, að hún birt- ist í „Vinnunni“ og er það gert með leyfi höfundar greinarinnar, ritstjóra Prentarans, Hallbjarnar prentmeistara Halldórssonar . Það er undarlegt, en virðist þó vera ómótmælan- leg staðreynd, að ef menn eiga að fást til að verða sammála um eitthvað, þá þurfi það endilega að vera einhver vitleysa. Ein vitleysan, sem allir virðast sam- mála um, er þetta, sem hér er haft að fyrirsögn, tekið eftir almannarómi: „Verklýðssamtökin mega ekki vera pólitísk." Að vísu gerði þetta ekkert til, ef það væri allt af meinlaus vitleysa, sem allir væru sammála um, en það á ekki við um hin tilvitnuðu orð. Þau eru þvert á móti næsta meinleg vitleysa, og á því er hverjum einum, sem á sér stöðu í röðum alþýðusamtakanna, hin mesta nauðsyn að átta sig. Því er nú farið hér um það nokkrum orðum. Það er líka skylda stéttar- blaðs að gera sitt til að útrýma villu, sem viðgangi stéttarinnar getur stafað hætta af. Það þarf ekki heldur langt til að seilast eftir nokk- uð ótvíræðri sönnun fyrir vitleysunni í hinum til- vitnuðu orðum. Þegar opinskátt er farið að ákveða með lögum, hversu miklu skuli bæta „svikinn mála“ þann, er verkalýð er goldinn fyrir vinnu hans, er ekki auðvelt að sjá, hvernig verkalýðssamtökin geta varizt því að vera „pólitísk“. Slíku verður ekki svarað öðru vísi en „pólitískt", og það getur ekki orðið annars staðar en á „pólitískum" vettvangi, kosta „pólitíska" baráttu og „pólitískan" fjandskap. Eins og sjá má af undanfarandi orðagjálfri, er það hér eins og oftar orð, sem er af útlendum upp- runa, sem vitleysunni veldur. Slík orð fá gjarnan reikula merkingu eða fleiri en eina, og það er ekki allt jafnt, að menn athugi það nægilega vandlega, í hverri eða með hverri merkingu þeir hafa það við. Orðin „póhtík“ og „pólitískur“, sem dregið er af hinu, hafa greinilega tvær merkingar í venjulegu máli, og standast þær hvergi nærri á nema einstöku sinnum. „Pólitík“ þýðir sem sé bæði „stjórnmál“ og „flokkabarátta“ og „pólitískur“ bæði „sem lýtur að stjórnmálum“ og „sem háður er stjórnmálaflokki eða baráttu stjórnmálaflokka“. En verkalýðsmál eru stjórnmál og geta ekki verið annað, því að þau eru hagsmunamál einnar þjóð- félagsstéttar gagnvart annarri eða réttara sagt ann- arrar gegn hinni, þar eð þær stéttir eru ekki nema tvær, eins og í annað sinn mun sýnt verða, ef guð lofar, og hljóta því að hafa í för með sér, ef þau ber á góma, flokkadrætti -og baráttu milli stjórnmála flokka. Þetta var þeim líka Ijóst, er fyrstir unnu að stofnun heildarsamtaka verklýðsins eða réttara sagt vinnu- stéttarinnar, Alþýðusambands Islands, og þess vegna ákváðu þeir, að þeir skyldu öðrum þræði vera stjórn- málaflokkur, er starfaði og berðist fyrir og gætti hagsmuna vinnnustéttarinnar „á grundvelli jafnað- arstefnunnar,“ en sú stefna er ómótmælanlega, ef hún er ekki of þröngt skilin, eina úrlausnin á vandamálum vinnustéttarinnar til nokkurrar fram- búðar. Þeim lá í augum uppi, af því að peir voru ekki of smitaðir þá af útlendum hugsunum á útlend- um tungum, að gera má með löggjöf og þingsálykt- unum hverja kjarabót og hvern annan ávinning vinnustéttarinnar í hagsmunabaráttu hennar að engu jafnóðum. Þar átti flokkur Alþýðusambands íslands, Alþýðuflokkurinn, að vera til varnar og sóknar, ef á þyrfti að halda. En því miður fór svo, að innan alþýðusamtakanna myndaðist og efldist til áhrifa hópur sérkreddu- manna, sem „of mikið hafði verið kennt“ í útlöndum og skorti íslenzka greind til að sjá í því nokkra hættu og magnaðist því og þróaðist í nýjan „verkalýðs- flokk“ er þannig var að stofni til innrásar- og upp- reisnar-flokkur erlendra kreddna og hleypidóma í samtökum vinnustéttarinnar hér á landi. Lenti flokk- ur hennar þá í varnaraðstöðu gagnvart hinum, því 44 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.