Vinnan


Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 21
alþýðunnar á því svæði, sem félagið nær yfir, aðallega með því, að ákveða kaupgjald og vinnutíma“, svo og „að vinna að framgangi allra þeirra mála, er verða mega til aukinna réttinda, menningar og bættra kjara fyrir alþýðu landsins“. I 3. gr. segir að inngöngu í félagið geti sótt „sér hver sjó- maður, verkamaður og verkakona“ ef hann eða hún er fullra 16 ára að aldri og fær til allrar algengrar erfiðisvinnu. Þegar virt eru þessi ákvæði samþykktanna annars vegar og hins vegar atvinna stefnanda, sem að framan er greind, verður ekki talið, að hún sé þess eðlis, eða hagir hans með þeim hætti, að hann geti ekki talizt í hópi þess fólks, sem sam- kvæmt framángreindum ákvæðum félagssamþykktanna á heima í verkamannafélaginu Þór. Af þessu leiðir, að neitun stefnda á því að veita honum inngöngu í verkamannafélagið Þór, er brot á ákvæðum 1. mgr. 2. gr. laga nr. 80/1938. Er stefnda samkvæmt þessu skylt að veita stefnanda full og ó- skert félagsréttindi, en ekki þykja efni til að stefndi verði dæmdur til greiðslu sektar. Það er ekki á valdi dómsins að skera úr um það, í hvaða röð átti að taka fyrir fundarefni á fundinum 15. september s. 1. og ekki þykja ástæður vera fyrir hendi til þess að taka þá kröfu stefnanda til greina, að honum verði dæmd félags- réttindi í verkamannafélaginu frá og með 15. september s. 1. Eftir þessum málsúrslitum er rétt, að stefndi greiði stefn- anda málskostnað, er þykir hæfilega ákveðinn kr. 300.00 DÓMSORÐ: Stefnda, verkamannafélaginu Þór á Selfossi, er skylt að veita stefnanda, Guðmundi Helgasyni, full og óskert félags- réttindi. VINNAN Stefndi greiði stefnanda kr. 300.00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum. Á sömu forsendum og í framangreindum dómi segir, voru einnig dæmdir inn í félagið eftirtaldir menn: Gunnar Sigur- jónsson, Ólafur Friðriksson, Matthías Sveinsson, Ármann Einarsson og Sigurður Grímsson. SératkvæSi Ragnars Ólaíssonar: Það er upplýst í málinu að stefnandi hefur verið fast- ráðinn starfsmaður á bifreiðaverkstæði Kaupfélags Árnes- inga, sem smiður síðast liðin 3—4 ár og er það enn. Stefndi hefur aldrei samið um kaup og kjör smiða, enda ekki gert ráð fyrir slíku í samþykktum hans. Stefnandi hefur því enga fjárhagslega hagsmuni af því að vera félagsmaður í Verka- mannafélaginu Þór, enda hefur hann viðurkennt það hér fyrir dómnum. Þar eð stefnandi vinnur að starfsgrein, sem er utan starfs- sviðs stefnds ber stefnanda ekki skylda skv. 2. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur að veita honum félagsréttindi, og ber því að sykna stefnda. Rétt þykir að stefnandi greiði stefnda málskostnað kr. 300.00. DÓMSORÐ: Stefndi Verkamannafélagið Þór á Selfossi, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Guðmundar Helgasonar. Stefnandi greiði stefnda í málskostnað kr. 300.00, innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. 49

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.