Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 2

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 2
Margt er skrýtið í Harmóníu. Vísa Þormóðar í Gventlareyjum um Oikl lögmann Sigurðsson. Hálf er sigin hurð á gátt, hittir loku kengur; kjaftshögg hefur enginn átt ári hjá mér lengur. * Vísa sama manns um Galdra-Loft, er var fóstursonur hans: Á hugann striðir ærið oft óróleiki nægur síðan ég missti hann litla Loft, er löng mér stytti dægur. * Vísa Páls skálda til Geirs biskups Vídalíns: Guð það launi gott, er mér gerðuð máttarlinum, en ef hann bregzt, þá eigið þér aðganginn að hinum. * Ég að öllum háska hlæ á hafi sóns óþröngu, mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngu. Níels Skáldi. Vísa Látra-Bjargar: Brimið stranga óra er, ymja drangar stórir hér á fimbulvanga glórir gler, glymja ranga-jórarner. Einar Sæmundsson, faðir Látra- Bjargar, skaut eitt sinn örn. Það var talið ólánsmerki að bana erni. Um þetta kvað Sveinn lögmaður Sölvason: Einar skaut, en assa hlaut af þvi þrautir harðar, vænginn braut, en blóðið flaut, bolurinn laut til jarðar. * Fátt er of vandlega hugað. Walter nokkur Evans í Nevada sótti um skilnað við konu sína og gaf henni að sök, að hún hefði hlaup- izt frá honum fyrir 20 árum. HEIMILISPÓSTURINN 4. hefti 1951. JÚLl—ÁGÚST Lestrarefni karla: JYIynd á kápu: Guðmundur Hlíð- dal, póst- og símamálastjóri. Bls. „Góð bók er gulli betri.“ Viðtal við Guðmund Hlíð- dal, póst- og simamála- stjóra ................. 1 Dagar og mánuðir I........ 6 Tálbeita. Veiðimannasaga. Eftir George W. Heinold 8 Blóðhundar. Eftir Daniel P. Mannix ................ 12 Æg féll fyrir borð. Sönn frá- sögn eftir John Edwin Hogg................... 17 Gott minni er gulli betra. Smásaga eftir Richard Connell ............ 27 Kvikmyndaopnan.......... 32 Ennfremur bridgeþáttur, reikn- ingsþrautir, leikaramyndir, skrýtlur o. fl. Séra Þorlákur Þórarinsson kvað: Ár mánuðir eru tólf að þýða, ár er morgundagsbirtingin fríða, ár er kölluð árferðisins blíða, ár er vatna renniflóðið stríða, ár er stafur einn í rúnum lýða, ár er sólargeisla morið tíða, ár er vængur ögurs hallar skíða, ár er biængur hvergemlisins víða. 7. vo: ögur — vík, ögurs höll == sjór, þess skíð = skip; vængur skips = ár. 8.vo.: blængur = hrafn; hver- gemlir = víti; hrafn vítis = ár. HEIMILISPOSTURINN — FRÓÐLEIKS- OG SKEMMTIRIT Ritstjóri Pétur Sigurðsson, magister, Aragötu 7. Afgreiðsla: Stein- dórsprent h.f., Tjarnargötu 4, Reykjavík, sími 1174. Pósthólf 365. ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.