Heimilispósturinn - 16.08.1951, Blaðsíða 3
KARLMENN!
I pessum hluta
ritsins er lestrarefni
fyrir karlmenn.
- '
HEIMILIS
IMuRINN
4. HEFTI
REYKJAVlK JtJLl—ÁGÚST 1951
99Góð bók er gulli betri.6i
Viðtal við Guðmund Hlíðdal
póst- og símamálastjóra.
Haustmorgunn á síðasta ári 19. aldarinnar: Sonur bóndans á Hlíð
á Vatnsnesi, 13 ára gamall drengur, er að ferðbúast að heiman í
fyrsta sinn. Honum liggur á að komast af stað, því að enda þótt
leiðin að Tjörn sé ekki löng, til sóknarprestsins, sem hefur lofað
að kenna honum undir skóla, þá er ekki eftir neinu að bíða. Hann
hefur tekið örlagaríka ákvörðun: Hér hefst fyrsti áfanginn á örð-
ugri en heiTlandi braut: Að baki er bœrinn í Hlíðdal. Fram undan
er stór heimur, fullur annarlegra töfra. Eftir hverju er beðiðf
Hvers vegna er ekki lagt af stað? — Sumarkvöld á fyrsta ári síð-
ara helmings 20. áldarinnar: Silfurhcerður herramaður tekur ókunn-
um manni af þeim> Ijúfleik, er minnir á íslenzkan bónda,
sem lengi hefur beðið eftir góðum gesti. Enda þótt tungutakið sé
islenzkt ber framkoman öll og yfirbragð þó ekki lengur blœ eins
þjóðemis framar öðru, því að hún einkennir öllu fremur heims-
borgarann, þann sem víða hefur farið og numið það af hámenn-
ingu margra þjóða, sem lœra þarf til þess, að hvert það sæti, sem
hann velur sér, sé örugglega skipað. Hann er raunar að búa sig að
heiman, því að á morgun flýgur hann suður í lönd til þess að sitja
alþjóðaráðstefnu, en það skiptir ekki máli: „Oerið svo vel að fá
yður sœti. Við skulum rabba stundarkom“. — Ég spyr hann ekki
um það, sem alkunna er, en er þó e. t. v. rétt að greina hér: —
Að loknu latínuskólanámi nam Guðmundur HlíðdaZ rafmagns-
verkfrœði í Þýzkalandi og gerðist siðar starfsmaður þýzkra fyrir-
tœkja, vann hjá Siemens árin 1910—191 !h en kom þó heim eitt
sumar á því tímabili og sá um byggingu einnar rafstöðvar á Is-
landi, en hún var reist á Seyðisfirði. Árið 191lf fluttist hann heim,
og gerðist aðstoðarmaður þáverandi vitamálastjóra. Á árunum frá
1919■—1922 sá hann um byggingu Elliðaárstöðvarinnar, fyrstu raf-
stöðvar Reykjavíkur. Árið 1924 gekk hann i þjónustu Landsstmans
og varð símamálastjóri árið 1931. Árið 1935 varð hann póst- og
símamálastjóri og hefur gegnt því embætti síðan. — Hann hefur átt
sœti í ótal nefndum og verið fulltrúi íslands á mörgum alþjóðaráð-
stefnum. ■— Guðmundur er kvœntur Karólínu, dóttur Þorvalds
Björnssonar frá Þorvaldseyri. Þau eignuðust þrjú börn, og eru tvö
á lífi. —- Við sitjum saman og röbbum um daginn og veginn. Ekkert
liggur á. Mörg ævintýri eru að baki, og hugurinn leitar nú œ oftar
að Htlum sveitabce, sem stóð endur fyrir löngu í dalverpi norður í
Húnavatnssýslu.
Hvaðan eruð þér ættaður? ættum. Faðir minn, Jónas Jón-
Ég er af norðlenzkum bænda- asson, var bóndi að Hlíð á
HEIMILISPÖSTURINN
1