Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 4

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Page 4
Vatnsnesi, og þar ólst ég upp, þangað til ég fór í skóla. Hver kenndi yður undir skóla? Séra Jón Þorláksson á Tjörn. Hann var ágætur kennari og latínuhestur mikill. Mér þótti hann fyrst strangur og kröfu- harður, t. d. þegar hann lét mig læra alla latnesku málfræðina utanbókar, en síðar skildi ég, að það var mér nauðsynlegt. Auk þess æfði hann mig í að tala latínu, og man ég það t. d., að hann lét mig telja á latínu ærnar á Tjörn, þegar þeim var hleypt inn. Það gekk nú bág- lega til að byrja með, en lærð- ist þó að lokum. Ég geri ráð fyrir að við, sem vorum nýsvein- ar í Latínuskólanum um alda- mótin, höfum þurft að kunna álíka mikið í latínu og það, sem krafizt er nú til stúdentsprófs. Gætuð þér enn taliö œrnar á Tjörn á sama hátt og fyrr? Já, það gæti ég ábyggilega. Raunar hef ég nú gleymt mörgu af því, sem ég lærði í skóla, t. d. grískunni, en því sem séra Jón kenndi mér hef ég ekki getað gleymt. Jú, ég gæti ábyggilega ennþá talið ærnar á Tjörn og það væri nógu gaman að eiga eftir að sannreyna það ein- hverntíma. Hlíödal? Hvers vegna nefnduð þér yður svo? Á skólaárum mínum vorum við margir saman Guðmundar, og sumir Jónassynir. Mér datt í hug að auðkenna mig með ein- hverjum hætti og ákvað að kenna mig við fæðingarbæ minn, Hlíð í Hlíðdal. Þetta nafn mitt er, að því er ég bezt veit, fyrsta íslenzka ættarnafnið, sem lögfestingu hlaut og er það að því leyti sögulegt. Eruð þér fyrsti íslendingurinn, sem lagt hefur stund á raf- magnsverkfræði ? Nei, Halldór Guðmundsson, bróðir Eyjólfs á Hvoli, faðir Gísla verkfræðings, mun vera fyrstur íslendinga til að stunda nám í þeirri grein, en ég er næstur í röðinni á eftir hon- um. Hvað viljið þér segja mér um þá breytingu, sem notkun raf- magns hefur haft á líf íslend- inga? Það verður ekki skýrt, svo að gagni megi koma, nema í löngu máli, en það er þó augljóst, að með notkun rafmagnsins er brotið blað í sögu okkar, því að á henni grundvallast t. d. allar þær framfarir, sem orðið hafa í iðnaðarmálum landsins, eink- um hér í bænum, þar sem fimmti hver maður lifir nú á iðnaði. Hún hefur einnig breytt öllum lífskjörum okkar til betri vegar á mjög skömmum tíma, enda við fslendingar fljótari að komast upp á lag með að hag- nýta allar tæknilegar nýjungar en nokkur önnur þjóð, sem ég hef haft spurnir af. Hvað veldur? Ég held smæðin. I stóru þjóð- félögunum drukkna menn hver í öðrum, ef svo mætti segja, en í fámenninu er fremur horft út á við, fylgzt betur með því, sem annars staðar er að gerast. Undir þetta renna ugglaust einnig aðrar stoðir og allar valda þær því, að hvergi hef ég spurnir af þjóð, sem hefur bætt 2 HEIMILISPÖSTURINK

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.