Heimilispósturinn - 16.08.1951, Qupperneq 5

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Qupperneq 5
lífskjör sín jafn mikið á svo skömmum tíma og við höfum gert undanfarna áratugi. Þér eruð ví'ðförull. Nokkuð. Ég hef gist lönd í öll- um álfum heims nema Ástralíu. Lengsta ferðalag mitt fór ég í nóvember og desember mánuð- um s. 1., en þá fór ég í boði skandinavisku flugfélaganna austur í Asíu. Það var mikið ævintýri. Höfðuð þér ekki komið austur þangað fyrr? Jú, ég fór árið 1938 á alþjóða- ráðstefnu austur til Cairo og kom þá til Palestínu, en þang- að fór ég svo aftur í vetur, og eitt hið ánægjulegasta, sem fyrir augu bar í Asíuförinni, var að sjá framfarirnar, sem orðið höfðu þar á þessu árabili. Annars hef ég aldrei séð hvað stéttaskipting er fyrr en ég kom austur í Asíu. Auðurinn er þar meiri en þann getur grunað, sem aldrei hefur séð, og eymdin meiri en nokkur orð fá lýst. Til dæmis um, hve skammt sumir Austurlandabúar eru komnir í tæknilegum efnum má geta þess, að í einni indverskri borg, þar sem ég kom og tæp hálf önnur milljón manna eiga heima, eru aðeins 2500 símar, en hér í Reykjavík og Hafnar- firði eru þeir 10 þúsund. Já, vel á minnzt. Viljið þér segja mér eitthvað um póst og síma ? Velkomið. Póstur og sími komu hingað á ólíkum tímum við gerólíkar aðstæður, Póstur- inn fæddist í lok 18. aldar, einu mesta hörmunga- og þreng- HEIMILISPÖSTURINN ingatímabili, þegar eldgos, hall- æri, drepsóttir og verzlunar- ánauð þjakaði þjóðina, og lengi bar hann blæ þessarar vöggu sinnar. Síminn brauzt fram á tímum gróandi þjóðlífs, frels- is og framfara. Hvort tveggja mætti andstöðu hjá þjóðinni, pósturinn sofandahætti og sljó- leika, en um símann var barizt. Þá var þó orðið líf í tuskun- um. Símamálið veit ég svolítið um, en ekkert um upphaf póstmál- anna. Viljið þér segja mér eitt- hvað um það? Hér get ég gefið yður bókar- korn, sem gefið var út af póst- og símamálastofnuninni 13. maí s .1. í tilefni 175 ára afmælis ís- lenzku póststofnunarinnar, en eins og þér sjáið þar gaf Krist- ján konungur VII út tilskipun dagsetta 13. maí 1776 um að komið skuli á póstferðum á ís- landi, og skrifar landi vor, Jón Eiríksson konferensráð, undir hana, ásamt tveim öðrum dönskum stjórnarherrum og konungi. Enda þótt ekki væri gert ráð fyrir nema þrem póstferðum á ári til Bessastaða, þá var kostn- aðurinn við þetta nýja fyrir- tæki talinn svo óbærilegur, að þrjózkazt var við að fram- kvæma tilskipunina þangað til 10. febrúar 1782, en þá lagði póstur fyrst upp frá Reykja- firði við ísafjarðardjúp og kom hann 16. febrúar að Haga á Barðaströnd. Er dálítið undarlegt að lesa nú, þegar burðargjald undir eitt bréf innanlands er orðið ein króna, að þá kostaði eina krónu 3

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.