Heimilispósturinn - 16.08.1951, Side 6
að senda mann eina þingmanna-
leið og var það ein af röksemd-
unum fyrir því, hve óbærilegur
kostnaður þjóðinni væri að
þessu tiltæki.
Já, þegar þér minnist á pen-
inga, þá man ég eitt um sím-
ann, sem mig langar til þess
að vita: Hvers vegna er marg-
falt dýrara að nota stma hér en
annars staðar í heiminum?
Vegna dreifbýlis, fámennis
og þess, hve kröfuharðir við er-
um um að eignast á svipstundu
allt það, sem tæknin hefur bezt
að bjóða.
Hér eru nú, þrátt fyrir dreif-
býlið, hlutfallslega langtum
fleiri sveitabýli, sem hafa síma
en í nokkru nágrannalanda okk-
ar. Kröfurnar um aukna síma
eru sívaxandi, stofnunin ung og
verður þó að standa á eigin fót-
um, og þeir, sem síma hafa,
verða því ekki einungis að
greiða kostnaðinn við hann,
heldur einnig að láta eitthvað
af hendi rakna, svo að aðrir geti
einnig orðið sömu hlunninda
aðnjótandi.
Er fjölgun símatœkja þá næsta
viðfangsefnið ?
Nei. Nú liggur okkur mest
á að losna við símastaurana og
leggja jarðsíma. Vísir til þess
er Akureyrarlínan, sem nú er
komin ofan í jörðina alla leið
héðan norður í Húnavatns-
sýslu.
Höfum við ekki hlutfallslega
fleiri radiotálstöðvar t skipum
en aðrar þjóðir?
Jú, og ekki einungis það,
heldur einnig beinlínis tölulega
4
fleiri en t. d. siglingaþjóðin
mikla, Norðmenn, að því er upp-
lýst var á ráðstefnu, sem hald-
in var árið 1947 í Atlantic City.
Því getum við verið stoltir af.
Hinsvegar erum við ekki enn
nema 10. landið að ofan í röð-
inni að því er varðar talsíma-
fjölda á hverja 1000 íbúa.
Þér eruð á förum til Finnlands.
Mig minnir að ég hafi heyrt um
sögulega heimkomu yðar það-
an í stríðsbyrjun 19jO.
Já, það var fremur óvenju-
legt ferðalag. Ég var staddur
í Noregi, þegar Þjóðverjar
ruddust inn í landið, og eftir
hér um bil þriggja mánaða
flakk og tilraunir til þess að
komast heim eftir einhverjum
leiðum tókst mér loks að semja
um það í Finnlandi að komast
þaðan með 2300 tonna flutn-
ingaskipi, sem Brita Torden
heitir og fá loforð um, að mér
yrði skotið hér á land, en skip
þetta var á leið til Ameríku.
Það ferðalag var ekki alltaf
jafn þægilegt og það var spenn-
andi, en heim komst ég þó að
lokum.
Segið mér nú eitt: Allar þœr
framfarir, sem orðið hafa hér
á landi og ég veit að þér hafið
átt svo mikinn þátt í — hafa
þær, að yðar áliti, gert fólk
hamingjusamara en það var áð-
ur?
Þessu get ég hvorki svarað
yður beinlínis játandi né neit-
andi, en þó grunar mig að tæp-
lega muni fólk nú vera ham-
ingjusamara en fyrr. Ástæðan
til þess er sú, að hamingjan er
ekki fólgin í því einu saman að
komast yfir tæknilegar nýjung-
HEIMILISPÖSTURINN