Heimilispósturinn - 16.08.1951, Side 7
ar og auka þægindi, enda þótt
það væri okkur ugglaust nú
tilefni mikillar óhamingju að
hverfa aftur til frumstæðari
lífshátta. Hamingjan býr hið
innra með okkur sjálfum og
þangað er hennar fremur að
leita en annars staðar. Enda
þótt því verði ekki með réttu
neitað, að bættar ytri aðstæður
geti aukið hamingju, þá getur
svo farið, að í kapphlaupinu um
aukna velmegun komumst við
að raun um það á leiðarenda,
að við höfum týnt því á sprett-
inum, sem mest var um vert,
— sjálfum okkur. Góð bók er
gulli betri og sá, sem ekki skil-
ur, að hið efnislega á aldrei að
vera annað en leið að æðra
marki, hefur til lítils eytt langri
ævi. S. M.
„Nú ert það þú. Við höfum misst
af sökudólginum og erum að elta
hvor annan!“
HEIMILISPÓSTURINN
5