Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 8

Heimilispósturinn - 16.08.1951, Síða 8
Dagar og mánuðir. i. Janúar. Tímatal Rómverja barst um alla Norðurálfu, með menningu þeirra og kristinni trú, og þaðan til allra landa, sem byggð eru frá Evrópu. Rómverjar kölluðu fyrsta mán- uð ársins Jcmuarius, af guðin- um Janus, er þeir tignuðu mjög. Janus hafði tvö andlit, horfði annað aftur, en hitt fram, og skyggndist hann því með þeim hætti bæði inn í fortíð og fram- tíð. Janusi var helguð koma dagsins, mánaðarins og ársins. Ýmislegt bendir til þess, að árið hafi enn fyrr byrjað með Rómverjum seint í febrúar, svo sem mánaðanöfnin september, október, nóvember og desem- ber, sem merkir hinn sjöundi, áttundi, níundi og tíundi mán- uður, bera með sér. I almanaki Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar (1571) er janúar kallaður miðsvetrarmán- uður. Forna íslenzka mánaðatalið hélzt lengi hér á landi við hlið hins rómverska, og var það þjóðinni miklu tamara fram undir vora tíma, a. m. k. fram- an af árinu. Samkvæmt því er 1. janúar snemma í mánuðinum mörsugi; hann endar á fimmtu- degi skömmu eftir miðjan jan- úar, en þorri byrjar á föstudegi (19. jan. árið 1951), og er þá talinn miður vetur. Þorri mun dregið af aö þverra: Þá fer að þrengjast í búi. 1. janúar. Nýársdagur. Svo sem fyrr var getið, höfðu Róm- verjar fyrrum annan nýársdag, það var 25. febrúar. Um eitt skeið virðist ár þeirra hafa byrjað um vetrarsólhvörf, 21. des. Árið 153 f. Kr. varð 1. janúar nýársdagur þeirra. Á fyrstu öldum kristninnar var 1. janúar ekki kristinn hátíðis- dagur að öðru leyti en því, að hann var áttundi dagur eða áttidagur jóla, en kirkjan hélt þá upp á áttadag allra meira háttar hátíða, og er svo enn í kaþólskri kirkju. Það er ekki fyrr en á 6. öld, að farið er að halda 1. janúar hátíðlegan í minningu umskurnar Krists. Snemma á miðöldum var al- gengt í kristnum löndum að láta árið hefjast 25. marz, á boð- unardag Maríu. Síðar tóku ýms- ar kristnar þjóðir, m. a. Engil- saxar og Islendingar, að telja árið frá jóladegi. Til þess er að rekja þann sið, er lengi hélzt hér á landi, að menn töldu ald- ur sinn eftir því, hversu marg- ar jólanætur þeir hefðu lifað. Aðrar þjóðir hafa talið árið byrja á ýmsum tímum. Gyðing- ar hafá jafnan talið árið byrja fyrsta dag mánaðarins Tishri (6. sept. til 5. okt.), en kirkju- ár þeirra hefst um jafndægur á vori, sbr. að kirkjuár vort hefst með jólaföstu. Egyptar, Föni- kíumenn, Persar o. fl. létu árið byrja til forna um jafn- dægur á hausti, Forn-Grikkj- ar um vetrarsólhvörf (21. des.) fram á 5. öld f. Kr. Mú- 6 heimilispösturinn:

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.